15.08.2019
Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir leikmenn KA/Þórs náðu þeim frábæra árangri með U17 ára landsliðinu að fá silfur í B-deild á Evrópumeistaramótinu í Ítalíu. Að auki var Rakel Sara valin besti hægri hornamaðurinn á mótinu og geta stelpurnar því verið ansi sáttar með uppskeruna á mótinu
14.08.2019
Jóhannes Gunnar Bjarnason snýr aftur í þjálfun í vetur og verður í kringum 6. flokk karla ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni. Jói Bjarna er líklega sigursælasti yngriflokkaþjálfari landsins og hann handsalaði samninginn í dag með Heimi Erni Árnasyni, formanni unglingaráðs KA, en saman unnu þeir 5 Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum
01.08.2019
Handboltavertíðin er að hefjast á ný og munu yngri flokkar hjá KA og KA/Þór byrja að æfa þriðjudaginn 6. ágúst næstkomandi að undanskildum 7. og 8. flokk. Hér fyrir neðan má sjá æfingarnar fram að skólabyrjun en þá birtum við endanlega vetrartöflu auk þess sem að æfingar hjá 7. og 8. flokk munu hefjast
22.07.2019
Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi laugardaginn um verslunarmannahelgina (3. ágúst). Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman
22.07.2019
Anna Þyrí Halldórsdóttir og félagar hennar í U-19 ára landsliði Íslands gerði sér lítið fyrir og náði 5. sætinu á Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu. Stelpurnar hófu mótið vel með því að leggja Grikkland að velli 22-14 eftir að hafa leitt 13-7 í hálfleik
17.07.2019
Meistaraflokkur karla og kvenna í handbolta munu þvo bíla sunnudaginn 21. júlí næstkomandi. Bílaþvotturinn er fjáröflunarliður fyrir æfingaferð til Danmerkur í ágúst. Bílaþvotturinn fer fram á planinu hjá SBA Norðurleið í Hjalteyrargötu og verður hægt að mæta með bílinn og sækja hann síðar um daginn
10.07.2019
Handknattleiksdeild KA á tvo fulltrúa í U-21 árs landsliði Íslands sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu á Spáni dagana 16.-28. júlí næstkomandi. Þetta eru þeir Daníel Örn Griffin og Sigþór Gunnar Jónsson og óskum við þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á mótinu
02.07.2019
Patrekur Stefánsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Patrekur sem verður 24 ára á árinu er öflugur leikstjórnandi sem lék áður með Akureyri Handboltafélagi en Patrekur er uppalinn hjá KA
14.06.2019
Arnór Ísak Haddsson er í lokahóp U-17 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Opna Evrópumótinu í Gautaborg 1.-5. júlí næstkomandi sem og Ólympíuhátið Evrópuæskunnar sem fer fram í Baku í Azerbaijan 21.-27. júlí
12.06.2019
Jóhann Einarsson og Einar Birgir Stefánsson framlengdu í dag samninga sína við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Eru þetta mikil gleðitíðindi enda eru þarna á ferð öflugir ungir leikmenn sem ætla sér stóra hluti með KA liðinu sem leikur áfram í deild þeirra bestu á komandi tímabili