07.06.2019
Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson voru í dag valdir í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Makedóníu í sumar. Auk þess mun liðið taka þátt í sterku móti í Lubecke í Þýskalandi í undirbúningnum fyrir HM
29.05.2019
Sumaræfingar í handboltanum hefjast þriðjudaginn 4. júní og standa til 28. júní. Æfingatímabilið er því 4 vikur og er æft í KA-Heimilinu. Skráningarfrestur á æfingarnar er 31. maí og því er um að gera að ganga sem fyrst í verkið en æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2003-2008
25.05.2019
Daníel Örn Griffin skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Daníel, sem er 20 ára gamall, er öflugur örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta sem og í horninu. Auk þess er hann sterkur og góður varnarmaður
23.05.2019
Hildur Lilja Jónsdóttir var á dögunum valin í U-15 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa dagana 1.-2. júní næstkomandi. Við óskum þessari efnilegu stelpu til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
17.05.2019
Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram og var mikið líf og fjör í KA-Heimilinu. Fjölmargir lögðu leið sína á lokahófið og tóku þátt í hinum ýmsu leikjum sem í boði voru. Alls enduðu fjögur lið KA á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í ár og voru þau hyllt fyrir sinn frábæra árangur. Lokahófinu lauk svo með allsherjar pizzuveislu
16.05.2019
Í kvöld klukkan 17:00 fer fram lokahóf yngriflokka í handbolta og hvetjum við að sjálfsögðu alla iðkendur sem og foreldra til að mæta og taka þátt í skemmtuninni. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði
15.05.2019
Handknattleiksdeild KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson eru báðir í U-19 ára landsliðinu sem mun taka líkamlegt próf 18. maí og við taka svo hefðbundnar handboltaæfingar 21.-24. maí. Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson
13.05.2019
Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar
13.05.2019
Handboltavetrinum lauk um helgina er 5. og 6. flokkur léku sína síðustu leiki. Það má með sanni segja að bjart sé framundan hjá okkur í KA en alls eigum við fjögur lið sem enduðu í verðlaunasæti á Íslandsmótinu
10.05.2019
KA/Þór á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands í handbolta. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-17 hópnum og þá er hún Anna Þyrí Halldórsdóttir í U-19. Þrátt fyrir ungan aldur voru þær allar í hlutverki í meistaraflokki í vetur en þær Rakel Sara og Anna Þyrí voru í hóp í öllum leikjum KA/Þórs í vetur