13.05.2019
Handboltavetrinum lauk um helgina er 5. og 6. flokkur léku sína síðustu leiki. Það má með sanni segja að bjart sé framundan hjá okkur í KA en alls eigum við fjögur lið sem enduðu í verðlaunasæti á Íslandsmótinu
10.05.2019
KA/Þór á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands í handbolta. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-17 hópnum og þá er hún Anna Þyrí Halldórsdóttir í U-19. Þrátt fyrir ungan aldur voru þær allar í hlutverki í meistaraflokki í vetur en þær Rakel Sara og Anna Þyrí voru í hóp í öllum leikjum KA/Þórs í vetur
10.05.2019
Um helgina fer fram fimmta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri og er í umsjón bæði KA og Þór. Þetta er síðasta mótið hjá þessum aldursflokki í vetur
30.04.2019
Það má með sanni segja að nýliðinn handboltavetur hafi verið ansi farsæll hjá KA þar sem bæði KA og KA/Þór héldu sæti sínu í deild þeirra bestu og gott betur en það. Að auki vann ungmennalið KA sigur í 2. deild karla og strákarnir munu því leika í Grill-66 deildinni á næsta vetri
29.04.2019
Handknattleiksdeild KA hefur ráðið Gunnar Líndal Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs KA/Þórs. Samningurinn er til tveggja ára og ætlumst við til mikils af Gunnari en hann tekur við liðinu af Jónatan Magnússyni sem stýrði liðinu í 5. sæti Olís deildar á nýliðnum vetri
18.04.2019
Lokahóf handknattleiksdeildar KA var haldið með pompi og prakt í gær þar sem frábærum vetri hjá karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs var fagnað vel og innilega. Martha Hermannsdóttir og Áki Egilsnes voru valin bestu leikmenn liðanna í vetur en bæði áttu þau frábært tímabil
17.04.2019
Martha Hermannsdóttir fór fyrir liði KA/Þórs sem stóð sig frábærlega á nýliðnum handboltavetri er liðið endaði í 5. sæti Olís deildarinnar þvert á hrakspár sérfræðinga. Martha var mögnuð á vellinum og endaði sem markadrottning deildarinnar með 138 mörk
12.04.2019
Nú er keppnistímabilinu í handboltanum lokið þennan veturinn og niðurstaðan sú að KA hélt sæti sínu í deildinni og leikur í deild þeirra bestu að ári. Það er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega og skoða hina ýmsu tölfræðiþætti hjá KA liðinu. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklingsframistöðu
09.04.2019
Handknattleiksdeild KA framlengdi í kvöld samninga sína við þá Andra Snæ Stefánsson, Daða Jónsson og Jón Heiðar Sigurðsson. Þetta er stórt skref í undirbúningi næsta tímabils en allir þrír voru í lykilhlutverki í liði KA sem tryggði sér nýverið áfram þátttökurétt í deild þeirra bestu
08.04.2019
Það bættust tveir magnaðir kappar í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA fyrir leik KA og FH um helgina. Þetta eru þeir Alfreð Gíslason og Róbert Julian Duranona og bætast þeir í hóp með Erlingi Kristjánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Valdimar Grímssyni og Patreki Jóhannessyni