27.02.2019
Guðjón Valur Sigurðsson var á dögunum vígður inn í goðsagnarhöll Handknattleiksdeildar KA en hann er styrktur inn af Eyjabita á Grenivík. Á myndinni má sjá strigann af Guðjóni sem er komin upp í KA-Heimilinu þar sem hann tekur sér stað við hlið Patreks Jóhannessonar
27.02.2019
KA/Þór tók á móti Haukum í stórleik í Olís deild kvenna í handboltanum í gær. Stelpurnar sýndu gríðarlega mikinn karakter að gefast aldrei upp en gestirnir leiddu nær allan leikinn. KA/Þór fékk lokasókn leiksins en því miður tókst ekki að koma boltanum á markið og 23-24 tap því staðreynd
26.02.2019
Það er stórleikur hjá KA/Þór í kvöld þegar stelpurnar taka á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í KA-Heimilinu en stelpurnar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á þínum stuðning að halda
25.02.2019
KA og Stjarnan gerðu 28-28 jafntefli í hádramatískum leik í Olís deild karla í handboltanum í gær. Það var gríðarlegur hiti í leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum og hrikalega skemmtileg upplifun í KA-Heimilinu að vanda
13.02.2019
KA/Þór sótti HK heim í kvöld í 16. umferð Olís deildar kvenna en með sigri gat okkar lið jafnað ÍBV í 4. sæti deildarinnar sem gefur einmitt þátttökurétt í úrslitakeppninni að deildarkeppninni lokinni. Lið HK er hinsvegar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð
12.02.2019
Athugið að leik HK og KA/Þórs hefur verið frestað til morguns, miðvikudag, klukkan 19:30 vegna ófærðar.
10.02.2019
KA sótti Gróttu heim í Olís deild karla í kvöld en eftir góðan leik gegn Fram í síðustu umferð má segja að Gróttumenn hafi kippt okkar mönnum harkalega niður á jörðina í dag
10.02.2019
Olís deild karla í handboltanum er farin af stað og það er enginn skortur á mikilvægum leikjum hjá KA liðinu. Um síðustu helgi vann liðið gríðarlega mikilvægan og góðan sigur á liði Fram sem kom KA liðinu 5 stigum frá fallsæti. Í dag klukkan 17:00 sækir liðið svo botnlið Gróttu heim en fyrir leikinn munar 6 stigum á liðunum og því ansi mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið
09.02.2019
Ungmennalið KA í handboltanum hefur átt frábæran vetur í 2. deildinni og hefur liðið verið í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í Grill-66 deildinni á næsta tímabili. Í gær tóku strákarnir á móti ungmennaliði Aftureldingar og gátu með sigri náð markmiði vetrarins
06.02.2019
KA/Þór sótti í kvöld lið Selfoss heim í 15. umferð Olís deildar kvenna. Þetta var þriðja viðureign liðanna í vetur og hafði KA/Þór unnið sannfærandi sigra, það var þó ljóst að heimastúlkur myndu selja sig dýrt í kvöld enda liðið á botni deildarinnar og þurftu nauðsynlega á stigum að halda til að koma sér nær liðunum í kringum sig