Keppnistímabiliđ 1992-1993

Haldiđ var í ćfingaferđ til Hollands ađ ţessu sinni í öndverđum september, leiknir ţar 6 leikir og unnust 5.

Var ćft tvisvar á dag auk nefndra leikja og voru menn almennt sáttir viđ ćfingaförina, einkum ţótti Júgóslavi ađ nafni Iztoc Race standa sig međ prýđi.

Liđiđ fór hćgt af stađ um haustiđ, t.d. mátti liđiđ sćtta sig viđ jafntefli viđ Ţór, sem á ný var međal hinna bestu, 21:21 eftir ađ hafa haft forystu lengst af, jöfnuđu Ţórsarar sekúndum fyrir leikslok, sýndu ţeir mikinn móđ. Svo illa gekk ađ liđiđ var í neđsta sćti 1. deildar ađ loknum 7 umferđum međ einungis 3 stig! Vel gekk í bikarnum hins vegar uns liđiđ var stöđvađ í ćrslaleik miklum í KA-húsinu trođfullu, af Selfossi er skorađi sigurmarkiđ á lokasekúndum, 25:26. Sárabót fyrir Alfređ og liđiđ var 28:24 sigur á Ţór og gerđi Alfređ 11 mörk í ţeim leik.

Liđiđ átti erfiđa daga í deildinni, 8. sćti eftir 19 umferđir og náđi sér aldrei almennilega á skriđ ţennan vetur, vissulega vonbrigđi ţví menn vilja sjá framţróun eđa hvađ. Hún reyndist svo sannarlega vera til stađar ţó ekki vćri hana ađ finna í mfl. Yngri flokkastarf KA er komiđ á fullt skriđ, drengir og stúlkur vinna flesta leiki hér nyrđra og komast í úrslit. Jóhannes Bjarnason stimplađi sig eftirminnilega inn auk annarra ţjálfara okkar, s.s. Erlings Kristjánssonar, Andrésar Magnússonar, Einvarđs Jóhannssonar og Árna Stefánssonar. Niđurstađa vetrarins er óyggjandi, ţrír Íslandsmeistaratitlar í 5., 4. og 3. flokki! Auk ţess náđi félagiđ góđum árangri í ţeim fjórđa. Jóhannes skilađi 2 titlum í hús og Árni 1. Sannarlega einstakur árangur og góđar fréttir fyrir ókomna tíđ fyrir félag okkar enda ţetta ungviđiđ sem erfa mun félagiđ.

Íslandsmeistarar KA í 3. flokki 1993
Íslandsmeistarar KA í 3. flokki í handbolta 1993. Aftari röđ frá vinstri: Halldór Sigfússon. Óli Börn Ólafsson, Sverrir Björnsson, Tómas Jóhannesson, Heimir Haraldsson, Arnar Gunnarsson. Fremri röđ frá vinstri: Óskar Bragason, Ísleifur Einarsson, Atli Ţór Samúelsson, Hörđur Flóki Ólafsson, Bjarni Bjarnason.

Íslandsmeistarar KA í 4. flokki 1993
Íslandsmeistarar KA í 4. flokki í handbolta 1993. Efri röđ.frá vinstri: Vilhelm A. Jónsson, Kári Jónsson, Anton Ingi Ţórarinsson, Axel Árnason, Arnar Gunnarsson, Guđmundur Pálsson, Smári Stefánsson. Fremri röđ frá vinstri: Hlynur Erlingsson, Heimir Árnason, Hafţór Einarsson, Halldór Sigfússon, Hörđur Flóki Ólafsson. Ţórir Sigmundsson, Hákon Atlason.

Íslandsmeistarar KA í 5. flokki 1993
Íslandsmeistarar KA í 5. flokki í handbolta 1993. Aftari röđ frá vinstri: Hans Hreinsson, Jónatan Magnússon, Ćvar Guđmundsson, Atli Ţórarinsson, Davíđ Helgason, Hilmar Stefánsson, Jóhann Hermannsson. Fremri röđ frá vinstri: Jóhann Sigurđsson, Gylfi Hans Gylfason, Arnviđur Björnsson, Hólmar Örn Finnsson, Haddur Stefánsson, Egill Ţorbergsson, Lárus Stefánsson.

Og svona litu liđin út í búningunum:

Íslandsmeistarar KA 1993 – 3. flokkur karla
Íslandsmeistarar KA 1993 – 3. flokkur karla. Aftari röđ frá vinstri: Halldór Jóhann Sigfússon, Óli Björn Ólafsson, Sverrir Björnsson, Matthías Stefánsson, Tómas Jóhannesson, Heimir Haraldsson, Árni Stefánsson ţjálfari. Fremri röđ frá vinstri: Óskar Bragason, Ísleifur Einarsson, Birkir Magnússon, Atli Samúelsson, Hörđur Flóki Ólafsson, Bjarni Bjarnason, Arnar Gunnarsson.

Íslandsmeistarar KA 1993 – 4. flokkur karla
Íslandsmeistarar KA 1993 – 4. flokkur karla. Aftari röđ frá vinstri: Jóhannes G. Bjarnason ţjálfari, Vilhelm Anton Jónsson, Kári Jónsson, Anton Ţórarinsson, Guđmundur Brynjarsson, Axel Árnason, Arnar Gunnarsson, Arnar Vilhjálmsson, Guđmundur Pálsson, Gunnar Níelsson. Fremri röđ frá vinstri: Hlynur Erlingsson, Heimir Örn Árnason, Hafţór Einarsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hörđur Flóki Ólafsson, Ţórir Sigmundsson, Hákon Atlason, Smári Stefánsson.

Íslandsmeistarar KA 1993 – 5. flokkur karla
Íslandsmeistarar KA 1993 – 5. flokkur karla. Aftari röđ frá vinstri: Ţórarinn E. Sveinsson, Davíđ Helgason, Jónatan Magnússon, Atli Ţórarinsson, Ćvar Guđmundsson, Jóhann Hermannsson, Egill Ţorbergsson, Lárus Stefánsson, Jóhannes G. Bjarnason ţjálfari. Fremri röđ frá vinstri: Hilmar Stefánsson, Jóhann Sigurđsson, Hómar Örn Finnsson, Hans Hreinsson, Arnviđar Björnsson, Haddur Stefánsson, Gylfi Hans Gylfason.

Orđ Einars fyrrum formanns eiga vel viđ er hann sagđi í skýrslu hversu mikilvćgt vćri ađ hlú ađ yngri flokka starfinu, sem er í reynd mikilvćgasti hluti félagsstarfsins.

Í fullu samrćmi viđ árangur á Íslandsmótinu gekk flokkunum vel í Akureyramótinu og unnu velflesta flokka, ţ.á.m. A-, B- og C-liđ sumra flokka. Meistaraflokkurinn vann mótiđ ađ vanda kann mađur ađ segja, kokhraustur. Stefán Arnaldsson var kosinn landsins besti dómari ásamt félaga sínum, Rögnvald Erlingssyni, og er ţađ árviss atburđur.

1988-1992 << Framhald >> 1993-1994

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is