Keppnistímabilið 2022-2023

Þjálfari meistaraflokks karla var Jónatan Magnússon og honum til aðstoðar Guðlaugur Arnarsson. Liðið lék í Olís deild karla og endaði í 10. sæti deildarinnar. Í bikarkeppninni tapaði liðið í framlengdum háspennuleik gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum, en Afturelding stóð að lokum uppi sem bikarmeistari.
KA mætti Austurríska liðinu HC Fivers í Evrópubikarnum og voru báðir leikirnir í Vín. KA vann fyrri leikinn 29-30 en Austurríkismenn unnu seinni leikinn með fjögurra marka mun 30-26 og fóru því með sigur af hólm í einvíginu. 

Líkt og undanfarin ár léku konurnar undir merki KA/Þór. Þjálfari meistaraflokks KA/Þór var Andri Snær Stefánsson og honum til aðstoðar Arna Valgerður Erlingsdóttir. Miklar breytingar urðu á liðinu frá síðasta tímabili. Stelpurnar tóku á móti Norður-Makedónsku meisturunum í Gjorche í Evrópukeppni og fóru báðir leikirnir fram í KA heimilinu. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 20-20 en Gjorche vann seinni leikinn með 23-34 og KA/Þór þar með úr leik að þessu sinni.
Í Olís deild kvenna hafnaði liðið í sjötta sæti en féll úr úrslitakeppninni eftir oddaleik í einvígi gegn Stjörnunni. Í bikarkeppninni féll liðið út eftir tap gegn ÍBV í Eyjum.

Að venju áttum við leikmenn sem sköruðu fram úr á landsvísu. Einar Rafn Eiðsson varð markakóngur Olísdeildar karla. Sjá nánar hér.

Á lokahófi Handknattleiksdeildar KA var tímabilið gert upp. Matea Lonac var kjörin besti leikmaður KA/Þórs og Einar Rafn Eiðsson besti leikmaður KA. Veittar voru fjölmargar viðurkenningar sem lesa má um með því að smella á myndina.

Þá urðu stelpurnar í 4. flokki kvenna Íslandsmeistarar eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Val. Staðan var 22-22 eftir venjulegan leiktíma en stelpurnar kláruðu framlenginguna af krafti og luku leiknum með tveggja marka sigri 28-26.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is