Keppnistímabilið 2019-2020

Þjálfarar meistaraflokks karla voru Stefán Árnason og Jónatan Magnússon. Liðið lék í Olís deild karla og endaði í 10. sæti deildarinnar en síðustu tvær umferðir deildarinnar voru ekki leiknar vegna COVID-19 veirunnar.

Líkt og undanfarin ár léku konurnar undir merki KA/Þór og gerðu góða hluti í Olís deild kvenna þar sem þær höfnuðu í 6. sæti. Líkt og hjá körlunum tókst ekki að ljúka deildarkeppninni vegna COVID-19 og áttu stelpurnar þrjá leiki eftir þegar keppnin var blásin af.

Í bikarkeppninni fór liðið alla leið í sjálfan úrslitaleikinn þar sem þær urðu að sætta sig við tap. Þjálfari meistaraflokks KA/Þór var Gunnar Líndal Sigurðsson og honum til aðstoðar var Sigþór Árni Heimisson.

Hér til hliðar er hægt að skoða leikmannahópa liðanna svo og yfirlit yfir úrslit allra leikja liðanna á tímabilinu.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is