Keppnistímabiliđ 1996-1997

Patrekur Jóhannesson hvarf á braut á vit ćvintýranna í Ţýskalandi, í stađ hans kemur Hvít-Rússi ađ nafni Sergei Ziza auk ţess sem Sćvar Árnason gengur til liđs viđ KA úr Ţór. Síđar um haustiđ kemur Jakob Jónsson inn í hópinn en mörg ár eru síđan Jakob lék síđast međ KA.

Haukar vinna SS-Byggismótiđ, hitt Hafnarfjarđarliđiđ, FH, í öđru sćti en KA í ţví 4. KA vann hins vegar Val í leik „Meistarar meistaranna“ 24:23 og var sá titill í okkar höndum í fyrsta sinni. Deildin hefst međ sigri á Haukum 29:28 í miklum baráttuleik og ţótti gott veganesti í hinni hörđu baráttu á komandi mánuđum. Julian gerđi 13 mörk og Ziza 7. Annars vöktu athygli deilur forráđamanna KA og Vals viđ stjórn HSÍ vegna sjónvarpsútsendinga, sem selst hafa til Ríkissjónvarpsins á lágu verđi. Auk ţess mun HSÍ skulda KA fúlgur fjár og eru menn eđlilega óhressir međ framgönguna. Olli umrćđan allnokkru fjađrafoki, var KA ţví sem nćst búiđ ađ semja viđ Stöđ tvö ţegar ákveđiđ var ađ standa međ öđrum liđum deildarinnar ađ samningi viđ RÚV og mun HSÍ hafa gert upp skuld sína.

KA mćtti Svissnesku bikarmeisturunum Amiticia í tveimur leikjum á Akureyri. Jafnt var í báđum leikjum, vann KA á ađ skora fleiri mörk á „útivelli“ en úrslit urđu 27:27 og 29:29. Lék KA ekki vel í leikjum ţessum voru m.a. međ 4 marka forystu í síđari leiknum er 2.30 mín. voru eftir af leik en máttu svo teljast heppnir međ jafntefliđ. Í leikjunum tveimur skoruđu mest, samtals, Julian 13, Ziza 12, Jóhann Gunnar 10.

KA tapađi međ einu marki í Mosfellsbćnum gegn Aftureldingu 28:29, í bráđfjörugum leik ţar sem Ziza var okkar besti mađur. KA vann hins vegar Íslandsmeistara Vals örugglega 27:23, Julian naut sín vel og gerđi 9 mörk. Hafi Julian leikiđ vel gegn Val fór hann hamförum gegn Selfossi og gerđi 14 mörk í sigurleik 34:26. KA dróst gegn Belgísku bikarmeisturunum Herstal og vann fyrri leikinn nćsta létt 26:20, enn og aftur bar Julian höfuđ og herđar yfir ađra og gerđi 13 mörk! Í Belgíu lék liđiđ í međallagi vel en engu ađ síđur mátti Herstal ţakka fyrir 23:23 jafntefli og KA áfram í 8-liđa úrslit. Julian hélt áfram ađ hrella markverđi Herstal og gerđi 11 mörk, Jakob 5 og Ziza 3.

Um áramót er liđiđ í 3-ja sćti eftir Aftureldingu og Haukum, vel gengur í bikarnum 4. áriđ í röđ. Nýtt ár hefst međ sigrum á FH, 29:25, HK, 27:23, Gróttu 26:24, Aftureldingu 27:23 í deildinni, gegn KR, 25:21, og ÍR, 24:22, í bikarnum og liđiđ komiđ í úrslit 4. áriđ í röđ! Slíkt afrek er harla óvenjulegt, kannski einsdćmi. Liđiđ hélt áfram ađ leika vel og vann hiđ geysisterka liđ Fotex Vesprém 32:31 í vel fylltu KA-heimili. Leikurinn var stórgóđ skemmtun, hrađur og skemmtilegur handknattleikur ţótt engum dyldist ađ slík forysta dygđi skammt gegn svo sterku liđi. Sigur vannst engu ađ síđur og ţađ eitt út af fyrir sig er vel gert. Julian setti mark sitt á leikinn međ 14 mörkum, Björgvin Ţór 5 og Ziza 4.

Duranona skorar gegn VesprémJulian Róbert Duranona skorar gegn Vesprém í KA-Heimilinu

Seinni leikurinn var okkar mönnum erfiđur, liđ Fotex Vesprém setti ţegar í fluggírinn og KA sá aldrei til sólar, kannski vegna 2.500 áhorfenda, 12 marka tap var niđurstađan í leik sem endađi 22:34. Óţarflega stórar tölur en breyta í sjálfu sér litlu. Julian međ 10 mörk og Ziza 8.

Viku síđar var stóra stundin runnin upp, fjórđi bikarúrslitaleikur KA á jafn mörgum árum, andstćđingur hiđ sterka liđ Hauka. KA-liđiđ byrjađi mun betur og lengi vel leit út fyrir ađ nú yrđi reynslan okkar mönnum dýrmćtt nesti en svo virtist sem ţreyta sćti í mönnum og Haukar nýttu sér ţađ til fullnustu og unnu verđskuldađ 24:26. Guđmundur Arnar var ađ verja vel fyrir KA, einkum í fyrri hálfleik, en mađur vallarins var Bjarni Frostason markvörđur Hauka, hann lokađi á KA-menn langtímum saman. Julian gerđi 8 en hefur oftast leikiđ betur.

Almennt stóđu yngri flokkarnir sig vel á Íslandsmótinu og vannst ţađ afrek ađ vinna hvoru tveggja 2. og 3. flokk á Íslandsmóti ţetta áriđ.

Íslandsmeistarar KA 1997 – 2. flokkur karla
Íslandsmeistarar KA 1997 – 2. flokkur karla. Aftari röđ frá vinstri: Páll Alfređsson formađur handknattleiksdeildar, Alfređ Gíslason ţjálfari, Anton Ţórarinsson, Atli Ţórarinsson, Níels Reynisson, Heiđmar Felixson, Jóhannes Jónsson, Heimir Örn Árnason, Kári Jónsson, Sigmundur Ţórisson fomađur KA. Fremri röđ frá vinstri: Árni Torfason, Halldór Jóhann Sigfússon, Hafţór Einarsson, Sverrir Björnsson fyrirliđi, Hörđur Flóki Ólafsson, Jónatan Magnússon, Ţórir Sigmundsson, Jón Óskar Ísleifsson liđsstjóri.

Íslandsmeistarar KA 1997 – 3. flokkur karla
Íslandsmeistarar KA 1997 – 3. flokkur karla. Aftari röđ frá vinstri: Jóhannes G. Bjarnason ţjálfari, Anton Ţórarinsson, Jónatan Magnússon, Jóhannes Jónsson, Kári Jónsson, Heimir Örn Árnason, Atli Ţórarinsson, Tómas Jónasson, Jón Óskar Ísleifsson liđsstjóri. Á myndina vantar Hans Hreinsson. Fremri röđ frá vinstri: Ísak Guđmann, Níels Reynisson, Jóhann Hermannsson, Ţórir Sigmundsson fyrirliđi, Hafţór Einarsson, Hilmar Stefánsson, Ingvar Stefánsson.

Íslandsmeistarar KA í 3. flokki A liđ 1997
Íslandsmeistarar KA í 3. flokki í handbolta, A liđ 1997. Aftari röđ frá vinstri: Jóhannes Bjarnason ţjálfari. Atli Ţórarinsson, Ţórir Sigmundsson fyrirliđi, Hilmar Stefánsson, Heimir Árnason, Jóhannes Árnason, Hafţór Einarsson, Kári Jónsson, Hans Hreinsson. Fremri röđ frá vinstri: Jóhann Hermannsson, Ingimar Stefánsson, Níels Reynisson, Jónatan Magnússon, Ísak Jónsson, Tómas Jónsson, Anton Ţórarinsson.

Íslandsmeistarar KA í 5. flokki C liđ 1997
Íslandsmeistarar KA í 5. flokki í handbolta, C liđ 1997. Aftari röđ frá vinstri: Jóhannes Bjarnason ţjálfari, Halldór Tuliníus, Jóhann Valdemarsson, Kristján Ađalsteinsson, Elvar Alfređsson, Friđrik Smárason, Ţórir Sigmundsson, ađstođarţjálfari. Fremri röđ frá vinstri: Lárus Ásgeirsson, Ţorgeir Finnsson, Daníel Christensen, Helgi Jónasson, Sigurđur Fannar Stefánsson, Steindór Ragnarsson.

Akureyramótiđ var ađ mestu eign KA og hefur svo veriđ í allnokkur ár. Meistaraflokkurinn, sem var ađallega skipađur yngri leikmönnum, vann yfirburđasigur á Ţór 33:18 en ţar fór fremstur Sćvar Árnason og gerđi 8 mörk í öllum regnbogans litum.

Julian Róbert Duranona, Kúbverjinn orđinn íslenskur ríkisborgari og valinn í landsliđ Íslands ţegar í stađ! Björgvin Ţór einnig í landsliđi Ţorbjarnar. Í deildinni gekk illa eftir nefnda ósigra, liđiđ var ekki ađ leika af sömu ánćgjunni og fyrr í vetur, menn virđast ekki jafn hungrađir. Afturelding vinnur deildina, er deildarmeistari međ 34 stig, Haukar 32 og KA 27.

Úrslitakeppnin
KA mćtir Stjörnunni í 8-liđa úrslitum. Leiksins í KA-heimilinu verđur ekki minnst fyrir gćđa handknattleik, fremur fyrir dauflega stemmningu og lítiđ skor, 14:17 tap í fyrsta leik og enn slen yfir leikmönnum.

Mikil spenna ríkti í Garđabćnum fyrir 2. leikinn. Valdimar Grímsson, sá ódrepandi baráttujaxl var mćttur međ liđ sitt gegn KA. Jafnt var međ liđunum til ađ byrja međ, ţá kom fjörkippur KA-manna sem Stjarnan svarađi međ öđrum uns KA-menn sögđu hingađ og ekki lengra og gjörsigruđu liđ Stjörnunnar 29:20. Julian sem hafđi leikiđ afburđa vel, var rekinn af velli ţegar 15 mín. voru eftir af leik en leikmenn KA sýndu styrk og unnu verđskuldađ örugglega. Oddaleikurinn var eign KA-manna sem unnu auđveldan sigur 22:17.

Ljóst var ađ framundan var erfiđ hindrun, bikarmeistarar Hauka, svo fór ađ ţeir unnu fyrsta leik 24:25 á Strandgötunni í hörkuleik ţar sem Ziza og Julian léku mjög vel, reyndar liđiđ í heild. Annar leikurinn var ekki síđur spennandi, jafnt á öllum tölum, einnig í leikslok en KA hafđi betur í framlengingu og vann međ tveggja marka mun.

Úrslitaleikur liđanna var gríđarlega spennandi, sveiflukenndur og hrađur. Haukar voru iđulega fyrri til ađ skora en KA var aldrei langt undan en ţegar skammt er eftir af leik hafa Haukar svo til tryggt sér sigur, međ fjögurra marka forystu. KA-liđiđ gefst ekki svo auđveldlega upp og međ firna baráttu tekst liđinu ađ snúa leiknum sér í hag, Guđmundur Arnar sýnir meistaramarkvörslu, Julian og Ziza skora mörg glćsileg mörk. Hrađaupphlaupsmark Jóhanns Gunnars er stal knettinum nánast úr höndum Rúnars Sigtryggssonar seint í leiknum og sigurmark Julians verđa lengi í minnum höfđ. Julian međ löngum armi sínum stöđvar sókn Haukanna stígur stórum skrefum fram völlinn og stekkur upp á punktalínu og ţrumar knettinum í netiđ međ ćgiföstu skoti framhjá Bjarna Frostasyni markverđi. Hvílík gleđi er flautan gall í lokin - komnir í úrslit 3. áriđ í röđ!

Fyrsti leikur Aftureldingar og KA var ćsispennandi en heimamenn voru sterkari á endasprettinum og unnu 24:27. Julian međ 6 mörk og Jakob 5. Annar leikur liđanna, leikinn á Akureyri, var einnig hörkuleikur en KA-menn héldu Aftureldingu frá sér lengst af og liđiđ vann 27:24. Julian átti stórleik og gerđi 12 mörk, Jóhann Gunnar 7. Ţriđji leikurinn hófst á stórskotahríđ Aftureldingar sem virtist ćtla ađ enda međ ţví ađ senda KA-menn heim međ tap á bakinu og 1:2 stöđu fyrir 3. leik. Um miđjan fyrri hálfleik fer KA-vélin af stađ međ Julian í fararbroddi og eftir ađ hafa náđ forystu var aldrei horft um öxl og liđiđ vann verđskuldađ 29:26 og óskastađa komin upp. Ziza, sem lék frábćrlega, 9 mörk, Julian 7 og Jóhann Gunnar 5.

KA-heimiliđ var eđlilega trođfullt, stemmningin klukkutíma fyrir leik orđin sjóđandi heit, eitthvađ stórkostlegt lá í loftinu. 4. leikur KA og Aftureldingar var mikill baráttuleikur. Niđurstađan var KA-fólki einkar ánćgjuleg, 24:22, og Íslandsmeistaratitillinn langţráđi kominn í hús. Sigurdansinn sem stiginn var á gólfi KA-heimilisins var engum öđrum dansi líkur, hver dansađi í sínum takti en allir glöddust yfir ţví sama - ađ loksins, loksins hafđi liđ ţeirra KA náđ á hćstu hćđir og ljóst ađ veröldin yrđi aldrei söm á ný.

Íslandsmeistarar KA í handknattleik 1977
Íslandsmeistarar KA í handknattleik 1997. Aftari röđ frá vinstri: Ingibjörg Ragnarsdóttir, nuddari, Leó Örn Ţorleifsson, Sverrir Björnsson, Guđmundur A. Jónsson, Erlingur Kristjánsson, Heiđmar Felixson, Ţorvaldur Ţorvaldsson, Julian Duranona, Sergei Zisa, Árni Stefánsson, liđsstjóri. Fremri röđ frá vinstri: Halldór Sigfússon, Sćvar Árnason, Björgvin Ţ. Björgvinsson, Hörđur Flóki Ólafsson, Jakob Jónsson, Hermann Karlsson, Jóhann G. Jóhannsson, Alfređ Gíslason.

Ţćtti Alfređs Gíslasonar er lokiđ ađ sinni, hann heldur ađ nýju á vit ćvintýranna í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ til Hameln. Leikmannsferli Alfređs er lokiđ, hann dró ţungt hlass á síđustu metrunum í vetur og uppskar laun erfiđis síns ásamt drengjunum sínum. Ađ öllum ólöstuđum var sigur Erlings fyrirliđa stćrstur, eftir öll ţessi ár í eldlínunni vannst Íslandsmeistaratitillinn og ţađ sem meira er, nú státar Erlingur af slíkum titlum í handknattleik jafnt sem knattspyrnu, rétt eins og litli bróđir, Jón Valsmađur. Erlingur ákvađ ađ leggja skóna á hilluna og einbeita sér ađ ţjálfun og fjölskyldu sinni, ađ ćtla má. Erlingur er sú fyrirmynd sem hvert félag óskar sér, heill og sannur félagsmađur sem ávallt er reiđubúinn ađ vinna félagi sínu góđverk, slíkur mađur er hverju félagi gulls ígildi.

Einkum tveir ţćttir skilja milli KA nútímans og fyrri ára. Međ Alfređ kom nýtt viđhorf til íţróttarinnar, árangur var settur í forgang og sagt skiliđ viđ lífspeki fyrri ára ţegar menn léku fremur ánćgjunnar vegna. KA er komiđ í fremstu röđ, andstćđingar taka fullt tillit til félagsins og vegna árangurs er nafn Akureyrar ć oftar í fréttum, ekki einungis á Fróni heldur á stundum á meginlandinu einnig. Viđ brotthvarf Alfređs gefst tćkifćri ađ líta yfir farinn veg og eins horfa til framtíđar. Framundan eru spennandi tímar ţar sem ungviđiđ okkar mun halda merki félagsins á lofti og ađ hinn sanni félagsandi muni aldrei hverfa ţví hann er hornsteinn félagsstarfsins.

Hinn ţátturinn er tilkoma KA-heimilisins. Félagsheimiliđ er hjarta félagsstarfsins og KA-heimiliđ hefur á ţessum fáu árum orđiđ mótandi fyrir ţá stemmningu sem ţar skapast á leikjum handknattleiksliđs KA. Ţessi ár hússins, frá upphafi, hefur Sigfús Karlsson keikur stađiđ á palli blađastúku, haldiđ um hljóđnemann og átt sinn stóra ţátt í ađ skapa andrúmsloft sem viđ njótum og ađrir líta á sem fyrirmynd. Íţróttin er skemmtileg, ţađ spillir ekki ađ fá ađ njóta hennar í líflegri stemmningu og finna, ađ viđ sem á pöllunum sitjum skiptum máli og eigum ţannig okkar ţátt í ađ gera KA-heimiliđ ađ ţví sem ţađ er, einstakt í sinni röđ.

Leikmenn KA 1996-1997
Umfjöllun Morgunblađsins 96-97
Myndbönd frá 1996-1997

1995-1996 << Framhald

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is