26.10.2016
Fimm leikmenn frá KA eru farin á vit ævintýranna með U-19 ára landsliðunum á NEVZA mót í Kettering á Englandi. Mótið fer fram 27.-31. október. Þetta eru þau Valþór Ingi Karlsson, Þórarinn Örn Jónsson, Hildur Davíðsdóttir, Unnur Árnadóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir. Margrét Jónsdóttir fer með sem fararstjóri liðanna. Þess má geta að Þórarinn Örn fór fyrr í mánuðinum með U-17 ára liðinu til Danmerkur. Efnilegt fólk hér á ferð. Gangi ykkur vel og komið heil heim.
26.10.2016
Sandra María kom við sögu í tveimur af þremur leikjum A-landsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það spilaði á æfingamóti í Kína.
25.10.2016
Eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni okkar að þá eru engar æfingar hjá Fimak laugardaginn 29.október vegna haustmóts í áhaldafimleikum.
20.10.2016
Eins og fram kom á heimasíðu KA rétt í þessu hefur Steinþór Freyr Þorsteinsson gert tveggja ára samning við félagið. Af því tilefni setti heimasíðan sig í samband við Steinþór
20.10.2016
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi hefur ákveðið að söðla um og skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA.
19.10.2016
Áki Sölvason og Bjarni Aðalsteinsson gerðu í dag þriggja ára samning við KA. Bjarni og Áki eru báðir fæddir árið 1999 og léku á fyrsta ári 2. flokks í sumar.
19.10.2016
Það verða æfingar samkvæmt stundarskrá í haustfríinu hjá öllum hópum
19.10.2016
KA og Víkingur Reykjavík hafa komist að samkomulagi um það að Kristófer Páll Viðarsson leiki með KA næsta árið eða svo. Kristófer Páll er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Leikni Fáskrúðsfirði síðasta sumar í Inkassodeildinni. Kristófer, sem er fæddur árið 1997, skoraði 10 mörk í 22 leikjum í sumar fyrir Leikni, þar af fjögur í ótrúlegum sigri liðsins á HK í síðustu umferð Inkassodeildarinnar
18.10.2016
Þær fréttir bárust KA mönnum í dag að sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Ásgeir Sigurgeirsson hefði gert tveggja ára samning við félagið. Ásgeir var á láni frá Stabæk síðasta sumar og sló heldur betur í gegn og vann bæði hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins.
18.10.2016
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.