Fréttir

Magnús Dagur framlengir um tvö ár

Magnús Dagur Jónatansson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Magnús sem er enn aðeins 16 ára gamall hefur þrátt fyrir ungan aldur tekið sín fyrstu skref í meistaraflokki og tók þátt í þremur leikjum á nýliðnum vetri

Nýr styrktaraðili

Nú á dögunum gerði Fimleikafélag Akureyrar og SBA samstarfssamning sín á milli. Svona stuðningur er ómetanlegur og nauðsynlegur til að halda uppi öflugu barna- og unglinga starfi. Við hjá FIMAK erum gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn frá SBA og þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Leikjaskóli KA sumarið 2023 | Skráning er hafin

Skráning er hafin í leikjaskóla KA sumarið 2023. Skráningin í ár er með öðru sniði en vanalega. Það er 30% afsláttur af gjaldinu ef skráð er fyrir 1. maí næstkomandi!

Bikarævintýrið byrjar kl. 18:00 í dag!

KA hefur leik í Mjólkurbikarnum þegar lið Uppsveita mætir á Greifavöllinn í kvöld klukkan 18:00. Sæti í 16-liða úrslitum er í húfi og strákarnir okkar ætla sér klárlega alla leið í ár

Stelpurnar byrja á heimaleik í nágrannaslagnum

KA hefur leik í úrslitakeppninni í blaki kvenna á morgun, þriðjudag, þegar stelpurnar taka á móti Völsung í undanúrslitunum. Stelpurnar okkar hafa átt stórkostlegt tímabil og hafa nú þegar hampað sigri í bikarnum sem og deildinni og nú er komið að þeim allra stærsta, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum

Úrslitakeppnin byrjar hjá stelpunum í KA/Þór

KA/Þór hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld þegar stelpurnar okkar sækja Stjörnuna heim klukkan 18:00 í TM-Höllinni. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í undanúrslitin og stelpurnar eru að sjálfsögðu klárar að byrja vel

Strákarnir áfram í undanúrslitin

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar í blaki karla með afar góðum 3-0 heimasigri á HK í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. KA hafði unnið 1-3 útisigur er liðin mættust í Kópavogi og vann þar með báða leikina í einvíginu og fer sannfærandi áfram í næstu umferð

Leik KA og HK seinkað til 20:30

KA tekur á móti HK í síðari leik liðanna í úrslitakeppninni í blaki karla klukkan 20:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Sigur tryggir strákunum sæti í undanúrslitunum og við þurfum á ykkar stuðning að halda

Jens Bragi framlengir um tvö ár

Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Jens sem er enn aðeins 16 ára gamall lék 11 leiki með meistaraflokksliði KA á nýliðnu tímabili þar sem hann gerði 17 mörk, þar af 6 í heimaleik gegn Selfyssingum

Góður útisigur í fyrri leiknum gegn HK

KA og HK mættust í fyrri leik sínum í úrslitakeppninni í blaki karla í Kópavogi í kvöld en KA endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar en HK í 6. sæti. Leikið er heima og heiman en í húfi er sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins