20.05.2023
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handboltanum fór fram í KA-Heimilinu í gær. Mögnuðu tímabili var þá slaufað með hinum ýmsu leikjum og pizzuveislu. Tveir Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur en stelpurnar í 4. og 6. flokki KA/Þórs áttu frábært tímabil og voru hylltar á lokahófinu
17.05.2023
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handbolta verður haldið á föstudaginn klukkan 15:00 í KA-Heimilinu. Mögnuðum handboltavetri er að ljúka og við hæfi að kveðja tímabilið með stæl með skemmtilegum leikjum og fjölbreyttri dagskrá
17.05.2023
Rodrigo Gomes Mateo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta stórkostlegar fréttir enda hefur Rodri sannað sig sem einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár
17.05.2023
Þar sem ekki náðist að manna stjórn FIMAK boðar stjórn FIMAK til framhaldsaðalfundar.
Framhaldsaðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram miðvikudaginn 31. maí kl. 20:00 í anddyri FIMAK.
Vinsamlegast sendið póst um framboð á skrifstofa@fimak.is
Efni fundarins:
Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
15.05.2023
Kvennalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og hampaði Íslandsmeistaratitlinum, Bikarmeistaratitlinum og Deildarmeistaratitlinum annað árið í röð auk þess sem liðið er Meistari Meistaranna. Stelpurnar kláruðu Íslandsmeistaratitilinn á föstudaginn með stórbrotnum sigri í oddahrinu í oddaleik gegn Aftureldingu
15.05.2023
FIMAK og GK hafa gert með sér áframhaldandi styrktarsamning til 3 ára. Allir okkar þjálfarar og iðkendur munu klæðast glæsilegum fatnaði frá þeim.
Við erum afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf við GK sem mun skipta okkur í FIMAK miklu máli.
15.05.2023
Það hrannast áfram inn Íslandsmeistaratitlarnir hjá blakdeild KA en um helgina hömpuðu stelpurnar okkar í U14 titlinum en stelpurnar töpuðu ekki leik í allan vetur og því verðskuldaðir Íslandsmeistarar
14.05.2023
Blakdeild KA gerði upp frábært tímabil sitt með glæsilegu lokahófi í gær en bæði karla- og kvennalið KA lönduðu sjálfum Íslandsmeistaratitlinum í vikunni en stelpurnar urðu einnig Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og Meistarar Meistaranna í vetur
12.05.2023
Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá verða aðalfundir deilda félagsins einnig haldnir um það leiti en dagskrá næstu daga er eftirfarandi
12.05.2023
KA og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu og ljóst að sigurliðið í kvöld mun hampa titlinum. Nú þurfum við á ykkar stuðning að halda í stúkunni gott fólk