Fréttir

Heimaleikir KA í blaki á KA-TV

KA-TV mun sýna alla heimaleiki karla- og kvennaliðs KA í blaki beint í vetur. Til að ná upp í kostnað við útsendingarnar og vonandi til að geta bætt enn við umfangið kostar aðgangur að hverjum leik 800 krónur

Mátunardagur hjá Macron og handboltanum

Í dag, fimmtudag milli 15:30 og 16:30 og á morgun, föstudag milli 16:00 og 17:00 verður hægt að koma og máta peysur sem munu fylgja æfingagjöldunum hjá handboltanum í KA og KA/Þór í vetur. Mátunin fer fram í fundarsalnum í KA-heimilinu á auglýstum tímum og munu foreldrar þurfa sjálfir að fylla út í skjal hvaða stærð barnið þeirra tekur. Afhending er síðan um 4 vikum eftir að KA sendir frá sér pöntun.

Fyrrum fyrirliðar spá KA sigri

Á morgun, laugardag, er komið að stærsta leik sumarsins þegar KA og Víkingur mætast í sjálfum bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16:00. KA er að leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ í fjórða skiptið í sögunni og í fyrsta skiptið frá árinu 2004

KA upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn

Stærsti leikur ársins er á laugardaginn þegar KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. KA er að leika til úrslita í fjórða skiptið í sögunni og í fyrsta skiptið frá árinu 2004. Það er því heldur betur spenna í loftinu og ljóst að enginn stuðningsmaður ætti að láta þessa veislu framhjá sér fara

Fyrsti heimaleikur er á morgun | Halldór þjálfari: Nota leikmenn úr eigin starfi og gefa uppöldum leikmönnum tækifæri

KA tekur á móti Fram í fyrsta heimaleik drengjanna í Olís-deild karla þennan veturinn. Leikurinn hefst kl. 19:30 annaðkvöld (fimmtudag) og verður væntanlega hart barist. Af því tilefni fékk KA.is Halldór Stefán þjálfara liðsins til að svara nokkrum spurningum

Þorsteinn Már heiðursgestur KA á úrslitaleiknum

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður

2 dagar í fyrsta heimaleik | Skarpi svarar hraðaspurningum

Það eru tveir dagar í það að KA taki á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta í KA-heimilinu. Síðast þegar þessi lið mættust síðasta vor var fullt hús af fólki og stemmingin sturluð þó að Fram hafi farið með bæði stigin með sér suður. Það er um að gera endurtaka leikinn varðandi stemminguna - en helst ekki stigin. Leikurinn er á fimmtudaginn kl. 19:30 og verða hammarar á grillunum og stuð fram eftir kvöldi. Í tilefni að það séu bara 2 dagar í leik fékk KA.is Skarphéðinn Ívar Einarsson til að svara nokkrum hraðaspurningum.

Við erum að ráða þjálfara!

FIMAK óskar eftir að ráða þjálfara í hóp- og áhaldafimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum ástamt ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is Frekari upplýsingar veitir Alexandra, skrifstofustjóri félagsins í tölvupósti á skrifstofa@fimak.is.

Blakveislan hefst í dag | Mateo: KA vill berjast um alla titla

Blaktímabilið hefst formlega í dag með keppninni um meistara meistaranna. KA tekur á móti HK í kvennaflokki klukkan 16:30 og KA tekur á móti Hamar í karlaflokki. Báðir leikir fara fram í KA-heimilinu og af því tilefni fékk KA.is Miguel Mateo Castrillo til að svara nokkrum spurningum um komandi tímabil.

Handboltaveislan hefst í dag | Kristín Aðalheiður: Mjög spennt fyrir þessu tímabili

KA/Þór tekur á móti ÍBV í dag kl. 13:00 í KA-heimilinu! Olísdeildin að fara í gang og mikil spenna í loftinu. Fyrirliði KA/Þór, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, svaraði nokkrum spurningum fyrir KA.is um komandi tímabil