Fréttir

Aðalfundir deilda á næsta leiti

Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá verða aðalfundir deilda félagsins einnig haldnir um það leiti en dagskrá næstu daga er eftirfarandi

Hreinn úrslitaleikur um titilinn kl. 19:00!

KA og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu og ljóst að sigurliðið í kvöld mun hampa titlinum. Nú þurfum við á ykkar stuðning að halda í stúkunni gott fólk

Óskum eftir þjálfurum í hópfimleika

FIMAK óskar eftir því að ráða þjálfara í hópfimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2023. Umsóknum ásamt ítarlegri ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is. Umsóknarfrestur er til og með 31.maí. Fyrir frekari upplýsingar veitir Alexandra skrifstofustjóri félagsins, hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.

Dagur Gauta til liðs við ØIF Arendal

Dagur Gautason hefur skrifað undir samning við norska liðið ØIF Arendal. Þetta er gríðarlega spennandi skref hjá okkar manni og óskum við honum góðs gengis í norsku úrvalsdeildinni

Arnar Gauti ráðinn skrifstofustjóri KA

Arnar Gauti Finnsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri KA og hefur hann störf í ágúst mánuði. Um er að ræða nýtt stöðugildi innan félagsins og alveg ljóst að þetta mun auka enn á faglegheit í starfi okkar öfluga félags og gefa okkur möguleika á að bjóða okkar félagsmönnum upp á enn betri þjónustu

Laus staða yfirþjálfara hópfimleika

FIMAK óskar eftir því að ráða í stöðu yfirþjálfara í hópfimleikum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2023. Umsóknum ásamt ítarlegri ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is. Umsóknarfrestur er til og með 31.maí. Fyrir frekari upplýsingar veitir Alexandra skrifstofustjóri félagsins, hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.

KA Íslandsmeistari í blaki karla 2023!

KA gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla í kvöld með 3-1 sigri á liði Hamars en með sigrinum tryggðu strákarnir sér sigur í úrslitaeinvíginu samanlagt 3-1. KA vann þar með sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í blaki karla og þann fyrsta frá árinu 2019

Stefna býður frítt á stórleik strákanna!

KA tekur á móti Hamri í fjórða leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla kl. 19:00 í KA-Heimilinu í kvöld. KA leiðir einvígið 2-1 og tryggir sér titilinn með sigri í kvöld og alveg ljóst að við þurfum að troðfylla stúkuna og tryggja að strákarnir landi titlinum

Aðalfundur KA haldinn 23. maí

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 23. maí næstkomandi klukkan 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta

Fim-leikjaskóli FIMAK

Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2013-2017). Námskeiðin verða frá kl. 8:15 - 14:00 alla virka daga og standa námskeiðin yfir í viku í senn og kostar vikann 16.000 kr Ef skráð er á allar 3 vikurnar fæst 4 vikan frítt. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegismat. Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á skrifstofa@fimak.is Skráning er hafin og fer fram í gegnum skráningarkerfi Sportabler FIMAK | Vefverslun (sportabler.com)