Fréttir

Sumarmót LSÍ og KA á laugardaginn

Sumarmót Lyftingasambands Íslands og Lyftingadeildar KA fer fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, og hefst mótið klukkan 10:00. Alls keppa 14 konur og 9 karlar á mótinu og má reikna með mikilli spennu og skemmtun en nokkrir keppendur stefna á að bæta íslandsmet

Ný Stjórn FIMAK

Ný stjórn FIMAK hefur tekið til starfa.

Flügger styrkir félagið þitt (FIMAK).

Flügger Andelen

Bergrós, Lydía og Sif í lokahóp U17

KA/Þór á þrjá fulltrúa í lokahóf U17 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á EM í Svartfjallalandi 2.-14. ágúst í sumar. Þetta eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir og Sif Hallgrímsdóttir og óskum við þeim innilega til hamingju með valið

Helena og Mateo best - 6 frá KA í úrvalsliðinu

Karla- og kvennalið KA í blaki hömpuðu bæði Íslandsmeistaratitlinum í vetur, stelpurnar gerðu reyndar töluvert meira og lyftu öllum titlum vetrarins og urðu þar með Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar auk þess að vera meistarar meistaranna

Jóna Margrét til liðs við Cartagena

Jóna Margrét Arnarsdóttir skrifaði í dag undir hjá spænska liðinu FC Cartagena. Þetta er afar spennandi skref hjá okkar frábæra leikmanni en Jóna sem er enn aðeins 19 ára gömul fór fyrir liði KA sem hampaði öllum titlunum í vetur

Telma Lísa framlengir um tvö ár

Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór

Aron Daði skrifar undir fyrsta samninginn

Aron Daði Stefánsson hefur skrifað undir sinn fyrsta meistaraflokkssamning við handknattleiksdeild KA. Aron Daði sem er 16 ára gamall er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins en samningurinn gildir út tímabilið 2024-2025

Dagur Árni framlengir um tvö ár

Dagur Árni Heimisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Dagur Árni sem er enn aðeins 16 ára gamall spilaði stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á nýliðnum vetri og er einn af efnilegustu leikmönnum landsins

Heimaleikur gegn Breiðablik í undanúrslitunum

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með gríðarlega sætum 2-1 sigri á liði Grindavíkur í kvöld en sigurmarkið gerði Jakob Snær Árnason á lokamínútum leiksins. Birgir Baldvinsson kom KA yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Marko Vardic jafnaði fyrir gestina um miðbik síðari hálfleiks