Fréttir

Frábær vetur hjá FIMAK krökkum - Framtíðin er þeirra!

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fór fram í Gerplu, Versölum í helgina 2. - 3. júlí. Sólon Sverrisson var flottur fulltrúi Íslands í keppni Úrvalsliða drengja. Fimak er afar stolt af þessum flotta unga íþróttamanni .

Glæsileg vorsýning að baki

Glæsileg vorsýning að baki. Enn og aftur vill Stjórn FIMAK þakka öllum þjálfurum og sjálfboðaliðum sem lögðu fram vinnu sína. Stjórnin vill þakka Kjarnafæði/Norðlenska fyrir pylsurnar sem okkur voru gefnar. Greifanum fyrir lán á grillum/gasi. Það er venja fimleikafélagsins að veita viðurkenningar í lok vetrar. Þjálfarar sjá um það val. Viðurkenningar eru veittar fyrir ástundun og virkni annars vegar og mestu framfarir hins vegar.

Undanúrslit bikarsins í húfi á morgun

Það er heldur betur stórleikur á Greifavellinum á morgun, þriðjudag, þegar KA tekur á móti Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 17:30. Sæti í undanúrslitum bikarsins er í húfi og alveg ljóst að við þurfum að troðfylla stúkuna og koma strákunum áfram í næstu umferð

Knattspyrnudeild óskar eftir sumarstarfsmanni

KA óskar að ráða sumarstarfsmann fyrir knattspyrnudeild. Um er að ræða fjölbreytt verkefni á vegum deildarinnar

Logi Gautason framlengir um tvö ár

Logi Gautason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Logi sem spilar í vinstra horni er á átjánda ári og er gríðarlega spennandi leikmaður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokk í vetur

KA/Völsungur Íslandsmeistari í U16

KA/Völsungur varð Íslandsmeistari í blaki karla í flokki U16 á dögunum og kórónuðu strákarnir þar með stórkostlegan vetur en fyrr í vetur hömpuðu þeir einnig Bikarmeistaratitlinum. KA og Völsungur tefldu fram sameiginlegu liði og má heldur betur segja að samstarfið hafi verið gjöfult

Óskar Þórarinsson framlengir um tvö ár

Óskar Þórarinsson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Óskar sem er aðeins 17 ára er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk

Vorsýning 2023

Lokahnykkur annar er vorsýningin okkar sem haldin verður laugardaginn 3.júní. Aðgangseyri er 2500kr fyrir 16 ára og eldri. Grillaðar verða pylsur í boði Kjarnafæði/Norðlenska eftir hverja sýningu.

Stórafmæli í júní

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.

Nicolai Kristensen og Ott Varik í KA

Handknattleiksdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi tímabil þegar þeir Nicolai Horntvedt Kristensen og Ott Varik skrifuðu undir samning við félagið