31.01.2023
Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar þeir Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle gengu í raðir félagsins. Báðir koma þeir frá norska liðinu Viking Stavanger en Ingimar skrifaði undir þriggja ára samning við KA en Kristoffer kemur á láni
31.01.2023
Kári Gautason skrifaði undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA í dag og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Kári sem er uppalinn hjá KA er afar spennandi leikmaður en þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gamall hefur hann nú þegar leikið þrjá leiki í efstudeild og bikar fyrir meistaraflokk KA
30.01.2023
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið
30.01.2023
Þeir Oscar Fernández Celis og Zdravko Kamenov leikmenn KA í blaki gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í strandblaksmótinu Kóngur Vallarins á Reykjavík International Games eða RIG
30.01.2023
KA harmar það slys sem varð sumarið 2021 þegar hoppukastali tókst á loft með þeim hörmulegu afleiðingum sem af því hlaust. Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram
30.01.2023
Birkir Bergsveinsson átti gott mót og lenti í þriðja sæti á Reykjavik Judo Open um helgina.
Reykjavik Judo Open er alþjóðlegt mót sem hefur farið stækkandi undanfarin ár og í ár voru tæplega 50 erlendir keppendur mættir til leiks.
27.01.2023
KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olísdeild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Stelpurnar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru staðráðnar í að leggja sterkt lið Vals að velli en þurfa á þínum stuðning að halda
27.01.2023
Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Pætur Petersen en hann er 24 ára gamall landsliðsmaður Færeyja. Pætur gengur til liðs við KA frá færeyska liðinu HB í Þórshöfn og er samningurinn til þriggja ára
25.01.2023
Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2022 fór fram í Hofi í gær við hátíðlega athöfn og voru fjórar heiðursviðurkenningar frá fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrar fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri afhentar. Við í KA áttum þar tvo fulltrúa en það eru þau Sigríður Jóhannsdóttir og Þormóður Einarsson
24.01.2023
Nökkvi Þeyr Þórisson var í kvöld kjörinn íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2022 og er þetta annað árið í röð sem að íþróttakarl ársins kemur úr röðum knattspyrnudeildar KA en Brynjar Ingi Bjarnason varð efstur í kjörinu fyrir árið 2021