Fréttir

KA - Fylkir kl. 13:30 á KA-TV

ATHUGIÐ BREYTINGU Á LEIKTÍMA! LEIKURINN ER NÚ SETTUR Á KL. 13:30

KA - Val flýtt til 17:30 í kvöld!

ATHUGIÐ AÐ LEIK KA OG VALS Í OLÍSDEILD KARLA HEFUR VERIÐ FLÝTT UM HÁLFTÍMA OG ER NÝR LEIKTÍMI ÞVÍ KL. 17:30 Í KVÖLD Í KA-HEIMILINU! SAMA GILDIR MEÐ LEIK UNGMENNALIÐS KA OG ÞÓRS, HANN ER NÚ KL. 19:45

Báðir leikir kvöldsins í beinni á KA-TV

Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu í kvöld er KA tekur á móti Val í Olísdeild karla kl. 17:30 og í kjölfarið tekur ungmennalið KA á móti Þór í Grill 66 deildinni kl. 19:45. Það má búast við svakalegri spennu í báðum leikjum og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari veislu

Halldór Stefán tekur við meistaraflokk KA

Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor

Risahandboltaveisla á föstudaginn!

Þú vilt svo sannarlega ekki missa af svakalegri handboltaveislu í KA-Heimilinu á föstudaginn en KA tekur þá á móti Íslandsmeisturum Vals í hörkuslag í Olísdeildinni klukkan 18:00 og í kjölfarið tekur við bæjarslagur þegar ungmennalið KA tekur á móti aðalliði Þórs í Grill 66 deildinni klukkan 20:15

Mögnuð keppni í tilefni fyrsta heimaleiksins

KA tekur á móti Herði í fyrsta heimaleik ársins í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, laugardaginn 4. febrúar, klukkan 15:00. Þetta er fyrsti heimaleikur strákanna í næstum því tvo mánuði og eftirvæntingin mikil fyrir leiknum

Frítt á fyrsta heimaleik ársins!

Olísdeild karla í handboltanum fer loksins aftur af stað með alvöru landsbyggðarslag í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar strákarnir okkar taka á móti Herði í fyrsta leiknum í tæpa tvo mánuði og við ætlum okkur mikilvægan sigur með ykkar stuðning

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.

Áhorfsvika 1.-7. Febrúar

Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.

Jóna, Gísli og Helena í úrvalsliðum fyrri hlutans

KA á þrjá fulltrúa í úrvalsliðum fyrri hluta úrvalsdeilda karla og kvenna í blaki en þetta eru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldvinsson og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Öll hafa þau farið hamförum það sem af er vetri og ansi vel að heiðrinum komin