Fréttir

Ívar Örn framlengir út 2024!

Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í öflugu liði KA sem tryggði sér á dögunum sæti í Evrópu á næstu leiktíð

Dregið í happdrætti blakdeildar KA

Dregið var í happdrætti blakdeildar KA í dag og kunnum við öllum þeim sem lögðu deildinni lið með því að kaupa miða bestu þakkir fyrir stuðninginn. Bæði karla- og kvennalið KA ætla sér stóra hluti í vetur og ekki spurning að það verður gaman að fylgjast með gangi mála í úrvalsdeildunum í vetur

Fjórir fulltrúar KA í lokahóp U17 landsliðsins!

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag lokahóp fyrir undankeppni EM 2023. Undankeppnin fer fram í Norður-Makedóníu dagana 22. október til 1. nóvember næstkomandi

Skemmtikvöld Handknattleiksdeildar KA

Fimmtudaginn 20. október verður skemmtikvöld í KA-Heimilinu til styrktar Evrópuævintýris karlaliðs KA í handbolta sem sækir Austurríska liðið HC Fivers heim í lok mánaðar. Slíkar ferðir kosta skildinginn og ætla því leikmenn og stjórn að slá upp skemmtikvöldi í KA-heimilinu þar sem engu verður til sparað

Myndaveisla frá síðasta Evrópuleik KA

KA mun leika í Evrópukeppni næsta sumar og verður það í þriðja skiptið sem KA keppir í Evrópukeppni í knattspyrnu. Það má vægast sagt segja að það sé mikil eftirvænting innan félagsins fyrir Evrópukeppninni enda verða 20 ár frá síðasta verkefni þegar kemur að Evrópuleikjum næsta árs

KA í Evrópu - takk fyrir stuðninginn!

KA náði langþráðu markmiði sínu á dögunum að tryggja sér sæti í Evrópukeppni í knattspyrnu með frábærum árangri í sumar. KA mun því taka þátt í Evrópukeppni í þriðja skiptið í sögunni næsta sumar og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir því verkefni

Myndaveislur frá leik KA og Blika

KA og Breiðablik mættust á Greifavellinum um helgina í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudeginum en vegna veðurs var leikurinn færður fram til laugardags

Myndaveislur frá Evrópuleikjum KA/Þórs

KA/Þór lék sína fyrstu heimaleiki í Evrópukeppni um helgina er stelpurnar tóku á móti Norður-Makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov. Stelpurnar léku tvö einvígi í Evrópu á síðustu leiktíð en í bæði skiptin seldu stelpurnar heimaleikinn og var því loksins komið að fyrstu heimaleikjunum

Byrjendaæfingar í judo

Judodeild KA er að fara af stað með byrjendaæfingar í judo fyrir 15 ára og eldri. Æfingar verða á miðvikudögum frá kl. 17:30 - 18:30 og verða fram að jólum. Fyrsta æfing hefst miðvikudaginn 19. október. ATH! judogalli fylgi með æfingagjöldunum.

Evrópuveislan hefst í kvöld | KA-TV sýnir beint

KA/Þór og Makedónska liðið Gjorche Petrov mætast í tveimur leikjum í Evrópukeppni kvenna í handbolta í KA-Heimilinu um helgina og er fyrri leikur liðanna í kvöld, föstudag, klukkan 19:30. Liðin mæstast svo aftur á sama tíma á morgun, laugardag