05.10.2022
Það varð ljóst í kvöld að með mögnuðum árangri sínum í sumar mun KA taka þátt í Evrópukeppni næsta sumar og verður það í þriðja skiptið í sögu félagsins sem KA keppir í Evrópukeppni í knattspyrnu
05.10.2022
KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur en Nathália Baliana er gengin til liðs við liðið en gengið var frá félagsskiptunum í dag og er hún því lögleg með liðinu í kvöld er stelpurnar sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn klukkan 18:00
04.10.2022
Stelpurnar okkar í KA/Þór halda áfram að skrifa söguna upp á nýtt þegar þær leika sína fyrstu heimaleiki í Evrópukeppni á föstudag og laugardag gegn Makedónska liðinu HC Gjorche Petrov
03.10.2022
KA tók á móti KR-ingum í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Bestu deildinni á Greifavellinum í gær en gríðarlega mikið var í húfi fyrir okkar lið enda hörð barátta um sæti í Evrópukeppni og alveg klárt að þangað ætla strákarnir okkar sér
01.10.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.
30.09.2022
KA tekur á móti Aftureldingu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er spennandi vetur framundan en töluverðar breytingar hafa orðið á KA liðinu frá síðustu leiktíð en þrátt fyrir það stóðu strákarnir vel í þreföldum meisturum Hamars í leik Meistara Meistaranna á dögunum
30.09.2022
Það er heldur betur risaleikur á Greifavellinum á sunnudaginn þegar KA tekur á móti KR í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í Bestu deildinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta en KA endaði í 2.-3. sæti deildarinnar fyrir skiptinguna og spennandi barátta framundan
29.09.2022
Sjö leikmenn skrifuðu á dögunum undir samning hjá karlaliði KA í blaki en fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni er í KA-Heimilinu á morgun, föstudag, klukkan 20:15 og eru nokkrar breytingar á liðinu fyrir komandi átök
29.09.2022
Blakveislan hefst á föstudaginn þegar KA tekur á móti Aftureldingu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla klukkan 20:15. Það er heldur betur spennandi vetur framundan hjá bæði karla- og kvennaliði KA og því eina vitið að tryggja sér ársmiða og vera með í allan vetur
29.09.2022
Það er stórveldaslagur að Hlíðarenda klukkan 18:00 í dag þegar KA sækir Valsmenn heim í Olísdeild karla. Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðustu leiktíð sem og í upphafsleik vetrarins er þau börðust um titilinn Meistari Meistaranna