Fréttir

Frábær sigur í fyrri leiknum í Austurríki!

KA sótti Austurríska liðið HC Fivers heim í fyrri leik liðanna í EHF European Cup í dag og eftir æsispennandi leik gerðu strákarnir sér lítið fyrir og knúðu fram dísætan 29-30 sigur og leiða því einvígið með einu marki fyrir síðari leikinn sem er á morgun klukkan 16:15 að íslenskum tíma

Þakkir til stuðningsmanna og velunnara KA

Sagt er að haustið sé tími uppskerunnar. Nú hefur veturinn formlega gengið í garð og enn eigum við KA menn eftir að spila einn leik í deild hinna bestu. Við erum nú, byrjun vetrar, að uppskera eftir langt og strangt keppnistímabil

Fyrsta Evrópuverkefnið í 17 ár hjá strákunum

Karlalið KA í handbolta er mætt til Austurríkis þar sem strákarnir mæta liði HC Fivers WAT Margareten í EHF European Cup. Báðir leikir liðanna fara fram í Austurríki og mætast liðin á föstudag og laugardag. Þetta verða 26. og 27. evrópuleikur karlaliðs KA en félagið á ríka sögu í Evrópukeppnum

Evrópuhappdrætti KA

Við verðum með happdrætti í kringum Evrópufögnuðinn magnaða á laugardaginn og eru fjórir RISA vinningar í boði

Elfar Árni framlengir út 2024

Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024. Þetta eru frábærar fréttir enda er Elfar Árni algjör lykilmaður í liði KA og verið það síðan hann gekk í raðir okkar fyrir sumarið 2015

28 frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefnum

Það er gríðarleg gróska í handboltastarfinu hjá okkur og undanfarið hafa alls 28 iðkendur hjá KA og KA/Þór verið valin í landsliðsverkefni. Það segir ýmislegt um hve gott starfi er unnið hjá handknattleiksdeild félagsins og frábært að sjá jafn marga iðkendur úr okkar röðum í þessum verkefnum

KA - Stál-Úlfur kl. 14:00 í dag | Beint á KA-TV

Blakveislan heldur áfram í dag eftir landsliðspásu þegar KA tekur á móti Stál-Úlf í úrvalsdeild karla klukkan 14:00 í KA-Heimilinu. KA liðið vann frábæran 1-3 útisigur á HK í síðasta leik sínum og alveg klárt að strákarnir ætla sér önnur þrjú stig gegn liði Stál-Úlfs

Jajalo framlengir við KA út 2024

Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út 2024. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Jajalo gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019 og heldur betur staðið fyrir sínu í rammanum síðan þá

Daníel valinn í A-landsliðið

Daníel Hafsteinsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur vináttulandsleik gegn Sádi-Arabíu þann 6. nóvember næstkomandi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá eru þeir Ívar Örn Árnason og Þorri Mar Þórisson valdir í hópinn til vara

Steinþór Már framlengir út 2024

Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024