01.11.2022
Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.
01.11.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.
31.10.2022
KA tók á móti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn í blíðskaparveðri á Greifavellinum. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar og alveg ljóst að strákarnir ætluðu sér sigur gegn sterku liði Vals og um leið tryggja silfurverðlaun sem er besti árangur KA frá árinu 1989
31.10.2022
Það var heldur betur líf og fjör hjá blakdeild KA um helgina en alls tóku átta lið á vegum félagsins þátt á fyrsta móti Íslandsmótsins sem fór fram í Mosfellsbæ. Gríðarleg fjölgun iðkenda hefur átt sér stað undanfarin ár hjá okkur í blakinu og afar gaman að sjá deildina vera að uppskera eftir mikla vinnu
31.10.2022
U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í milliriðli í forkeppni EM en íslenska liðið varð í 2. sæti í sterkum riðli sem leikinn var í Makedóníu undanfarna daga. Þrír leikmenn KA léku með liðinu en þetta eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson
30.10.2022
Þær Amelía Ýr Sigurðardóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir voru í eldlínunni með U19 ára landsliði Íslands í blaki sem keppti á NEVZA evrópumóti í Finnlandi um helgina. Þá var Gígja Guðnadóttir aðstoðarþjálfari liðsins
30.10.2022
Nökkvi Þeyr Þórisson er markakóngur Bestu deildarinnar en það varð ljóst eftir lokaumferð deildarinnar í gær. Nökkvi sem átti stórbrotið sumar með KA gekk til liðs við Belgíska liðið Beerschot þegar enn voru sjö umferðir eftir af tímabilinu, þrátt fyrir það tókst engum að skáka Nökkva og er hann því markakóngur
30.10.2022
KA mætti Austurríska liðinu HC Fivers í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópubikarsins í handbolta í Vín í gær en báðir leikir liðanna fóru fram ytra. KA liðið gerði sér lítið fyrir og vann 29-30 sigur í fyrri leiknum og var því töluverð pressa á liði Fivers fyrir síðari leikinn enda fyrirfram talinn sterkari aðilinn
28.10.2022
KA sótti Austurríska liðið HC Fivers heim í fyrri leik liðanna í EHF European Cup í dag og eftir æsispennandi leik gerðu strákarnir sér lítið fyrir og knúðu fram dísætan 29-30 sigur og leiða því einvígið með einu marki fyrir síðari leikinn sem er á morgun klukkan 16:15 að íslenskum tíma
28.10.2022
Sagt er að haustið sé tími uppskerunnar. Nú hefur veturinn formlega gengið í garð og enn eigum við KA menn eftir að spila einn leik í deild hinna bestu. Við erum nú, byrjun vetrar, að uppskera eftir langt og strangt keppnistímabil