Fréttir

Fullkomin helgi hjá U20 liði KA

Fyrsta túrnering á Íslandsmótinu í blaki karla hjá leikmönnum 20 ára og yngri fór fram á Húsavík um helgina. Það má með sanni segja að strákarnir okkar hafi staðið sig með prýði en þeir unnu alla leiki sína og það án þess að tapa hrinu

Þór og ungmennalið KA skildu jöfn (myndaveislur)

Það var alvöru bæjarslagur í Höllinni á laugardaginn þegar aðallið Þórs tók á móti ungmennaliði KA í Grill66 deild karla í handbolta. Fyrir leik voru KA strákarnir stigi ofar Þór og var mikil eftirvænting fyrir leiknum og mættu rúmlega 500 manns í stúkuna og stemningin eftir því

KA vann landsbyggðarslagina (myndaveisla)

KA og Þróttur Fjarðabyggð mættust bæði karla- og kvennamegin í blakinu um helgina. Báðir leikir fóru fram í KA-Heimilinu en karlarnir mættust á föstudeginum en konurnar á laugardeginum. Eins og svo oft áður urðu leikir liðanna jafnir og spennandi

Myndaveisla frá magnaðri endurkomu strákanna

KA tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í að verða mánuð í KA-Heimilinu í gær. Strákarnir höfðu staðið í ströngu í Austurríki í Evrópuverkefninu gegn liði HC Fivers og spurning hvort að það verkefni sem og ferðalagið hafi staðið aðeins í mönnum

Heimaleikir um helgina hjá báðum liðum

Blakið er komið aftur á fullt eftir landsliðspásu og leika bæði karla- og kvennalið KA heimaleiki um helgina. Strákarnir spila í kvöld, föstudag, klukkan 20:15 gegn Þrótti Fjarðabyggð og stelpurnar svo á sunnudag einnig gegn Þrótti Fjarðabyggð klukkan 16:00

Þrepamót í áhaldafimleikum

Laugardaginn 5. nóvember fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla. Þrepamótið er fyrir keppendur í 4. og 5. þrepi fimleikastigans en það eru yngstu keppendurnir, frá 9 ára aldri. Um er að ræða einstaklingskeppni í áhaldafimleikum þar sem keppendur reyna að ná tilskildum viðmiðum fyrir sitt þrep. Í áhaldafimleikum kvenna er keppt á fjórum áhöldum, þ.e. gólfæfingum, stökki, tvíslá og jafnvægisslá. Í áhaldafimleikum karla er keppt á sex áhöldum, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá, svifrá og gólfæfingum.

Íslandsmót hjá 6. fl karla og kvenna um helgina

Um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna / eldra ár hér á Akureyri. Leikið er í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni en leikið er laugardag og sunnudag

Heimaleikur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn

Það er loksins komið að næsta heimaleik í handboltanum þegar KA tekur á móti Stjörnunni í Olísdeild karla á fimmtudaginn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og eru strákarnir okkar staðráðnir í að nýta meðbyrinn úr Evrópuævintýrinu til að tryggja tvö mikilvæg stig

Ívar Örn valinn besti leikmaður KA

Knattspyrnudeild KA fagnaði frábærum árangri sumarsins á Evrópufögnuði sínum í Sjallanum um helgina. Sumarið var gert upp og voru hinir ýmsu leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína er KA náði sínum næstbesta árangri í sögunni

Myndaveislur frá skrautlegum Evrópuleikjum 2005

KA lék sína fyrstu Evrópuleiki í handbolta í 17 ár um nýliðna helgi er strákarnir sóttu Austurríska liðið HC Fivers heim í tveimur leikjum. Eftir hörkueinvígi þar sem KA vann fyrri leikinn 29-30 voru það Austurríkismennirnir sem fóru áfram samanlagt 59-56