08.01.2023
Margrét Árnadóttir hefur skrifað undir samning við ítalska félagið Parma Calcio 1913 en liðið leikur í efstu deild á Ítalíu. Samningurinn er til að byrja með til sex mánaða og gildir út núverandi leiktíð en í samningnum er möguleiki á eins árs framlengingu
04.01.2023
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
04.01.2023
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 95 ára afmæli sínu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 7. janúar næstkomandi klukkan 13:30. Allir velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest
03.01.2023
Sveinn Margeir Hauksson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Sveinn Margeir algjör lykilmaður í liði KA sem tryggði sér þátttöku í Evrópukeppni á komandi sumri
03.01.2023
KA/Þór fékk góðan liðsstyrk í dag fyrir síðari hluta keppnistímabilsins er Ida Hoberg skrifaði undir hjá liðinu. Ida kemur frá liði Randers HK í Danmörku þar sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár en þar áður var hún í Viborg HK en hún kemur uppúr yngriflokkastarfi Viborg
31.12.2022
Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi
31.12.2022
Sex konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi
31.12.2022
Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2022. Þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
30.12.2022
Sex lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins hjá félaginu árið 2022 en þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti
30.12.2022
Böggubikarinn verður afhendur í níunda skiptið á 95 ára afmæli KA í janúar en alls eru sex ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2022 frá deildum félagsins