Fréttir

Agnes, Telma, Lydía og Aþena skrifa undir

Agnes Vala Tryggvadóttir, Telma Ósk Þórhallsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir og Aþena Sif Einvarðsdóttir skrifuðu allar undir samning við KA/Þór á dögunum en allar eru þær þrælefnilegar og að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins

Sveinn Margeir valinn í U-21 landsliðið

Sveinn Margeir Hauksson var í dag valinn í U-21 árs landslið Íslands sem undirbýr sig fyrir umspilsleiki gegn Tékklandi fyrir lokakeppni EM 2023. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar mann og ansi spennandi verkefni framundan

Meistari Meistaranna á laugardaginn

Blaktímabilið fer af stað á laugardaginn þegar bæði karla- og kvennalið KA leika um titilinn Meistari Meistaranna og fara báðir leikir fram í KA-Heimilinu. Það má búast við hörkuleikjum enda fyrstu titlar vetrarins í húfi og leikmenn spenntir að hefja tímabilið

Handboltaleikjaskólinn hefst á sunnudaginn

Handboltaleikjaskóli KA hefst á sunnudaginn, 25. september, eftir gott sumarfrí en skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt

Jóna Margrét á reynslu hjá Cartagena

Jóna Margrét Arnarsdóttir æfir þessa dagana með spænska liðinu FC Cartagena þar sem hún er nú á reynslu. Jóna hefur staðið í ströngu í sumar með A-landsliði Íslands í blaki í undankeppni EM og fær núna þetta spennandi tækifæri hjá öflugu liði Cartagena

Myndaveisla frá fyrsta heimaleiknum

Handboltinn er farinn að rúlla og var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu á dögunum er KA tók á móti ÍBV í fyrsta heimaleik vetrarins. Eftir æsispennandi leik þurftu liðin að sættast á jafnan hlut eftir 35-35 jafntefli

Grímsi leikjahæstur í efstu deild hjá KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti enn eitt félagsmetið hjá KA í 0-1 sigrinum á Val á dögunum en hann er nú leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild með 128 leiki

Nýtt stiga- og markamet KA í efstu deild

KA vann glæsilegan 0-1 útisigur á Val í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir úrslitakeppnina að Hlíðarenda í gær. Þessi frábæri árangur liðsins í sumar er um margt sögufrægur en fjölmörg félagsmet féllu í sumar

Fyrsti heimaleikur vetrarins er á morgun!

Það er loksins komið að fyrsta heimaleiknum í handboltanum þegar KA tekur á móti ÍBV í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:30. Við teflum fram ungu og spennandi liði í vetur sem er uppfullt af uppöldum KA strákum og verður afar gaman að fylgjast með framgöngu þeirra í vetur

Mateo og Oscar taka við U17 landsliðunum

Miguel Mateo Castrillo og Oscar Fernandez Celis hafa tekið við þjálfun hjá U17 ára landsliðum Íslands í blaki. Mateo þjálfar stúlknalandsliðið en Mateo er einnig spilandi þjálfari karlaliðs KA og svo þjálfari kvennaliðs KA og hefur heldur betur sannað sig sem einn besti blakþjálfari landsins