Fréttir

Júdóæfingar að hefjast - Allir velkomnir

Júdódeild KA er að hefja haustönn sína og býður alla velkomna til að prófa og æfa íþróttina. Ólíkt mörgum öðrum íþróttum eru æfingar í boði fyrir alla aldurshópa, þar með talið fullorðna byrjendur.

KA stefnir á að vera í fararbroddi í þróun júdóíþróttar fyrir fólk með þroskahömlun

Júdódeild KA á Akureyri hefur tekið þátt í evrópsku verkefni um aðlögun júdó fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Eirini Fytrou, þjálfari hjá félaginu, var ein af 86 þjálfurum frá 14 löndum sem sóttu ráðstefnu í Madríd. Eirini Fytrou frá Júdódeild KA á Akureyri var ein af þátttakendum á fyrstu ráðstefnu Judo Intellectual Disability Project (JIDP) í Madríd 10.-12. júlí. Ásamt henni var Annika Noack frá Tindastóli, en þær voru fulltrúar Íslands meðal 86 þjálfara frá 14 löndum.

Birgir með silfurverðlaun á Íslandsmóti fullorðinna

KA-maðurinn knái, Birgir Arngrímsson, náði glæsilegum árangri um helgina þegar hann landaði silfurverðlaunum í -100 kg flokki á Íslandsmóti fullorðinna í júdó. Birgir, sem er búsettur í Reykjavík, sýndi ótrúlega frammistöðu þar sem hann vann þrjár glímur en tapaði einni

Tveir Íslandsmeistarar á Íslandsmóti yngriflokka

Glæsilegur árangur náðist hjá keppendum Júdódeildar KA um helgina þegar keppt var á Íslandsmóti yngri flokka 2025 en alls skilaði KA heim tvo Íslandsmeistaratitla, og tveimur silfurverðlaunum

Góður árangur KA keppenda í júdó á Vormóti JSÍ

Keppendur frá KA stóðu sig með prýði á nýafstöðnu Vormóti JSÍ sem haldið var hér á Akureyri. Félagið átti sex keppendur á mótinu sem allir náðu mjög góðum árangri í sínum flokkum. Nokkrir keppendanna kepptu í sínum fyrstu mótum og lögðu góðan grunn að frekari framförum í íþróttinni.

Unnar Þorgilsson í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó

KA maðurinn Unnar Þorgilsson lenti í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó um síðustu helgi en hann keppti í -81kg. flokki. Unnar er gríðarlega öflugur keppnismaður sem sýnir sig með þessum frábæra árangri. Innilega til hamingju með árangurinn Unnar !

Þröstur Leó Íslandsmeistari í júdó

Þröstur Leó Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í U15 ára um helgina. Þröstur sem hefur æft af kappi í vetur sigraði allar sínar viðureignir á Ippon. KA fór með tíu manna keppnishóp á Íslandsmótið og náði hópurinn frábærum árangri

Gylfi og Hannes keppa á RIG á morgun

Reykjavík International Games eða RIG fer fram á morgun, laugardag, og munu þeir Gylfi Rúnar Edduson og Hannes Snævar Sigmundsson keppa fyrir hönd júdódeildar KA. Gylfi mun keppa í flokki -73 kg og Hannes í -66 kg flokknum

Hekla, Gylfi og Birkir kepptu fyrir hönd Íslands

Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar

Komdu í júdó!

Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt