Hans Rúnar kominn með svart belti í júdó.
11.12.2008
Þann 5. desember s.l.
tók Hans Rúnar Snorrason gráðun 1. dan, eða svart belti. Það sem merkilegt er við þessa gráðun að upphaflega stóð til
að Hans tæki þetta próf fyrir tæpum 20 árum síðan. En þar sem að Hans var upptekinn við það að eignast 4 börn og
læra til kennara þá frestaðist prófið "aðeins". En betra er seint en aldrei.