Fréttir

Djúpmenn í heimsókn á morgun

Á morgun koma Djúpmenn í heimsókn til okkar og etja kappi við okkar lið. Leikurinn hefst kl 14.00. Bí/Bolungarvík hafa byrjað mótið af miklum krafti og verið eitt besta lið deildarinnar það sem af er móti. Liðið situr í 2. sæti með 15 stig jafnmörg og topplið Grindavíkur en eru með lakari markatölu. Á meðan KA liðið situr í 10. sæti með 4 stig eftir 6 leiki.

KA dagurinn milli 17-19 í dag

Umfjöllun: 4-2 tap gegn Haukum

KA menn töpuðu gegn Haukum 4-2 á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Atli Sveinn Þórarinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA. Tap í kaflaskiptum leik þar sem KA voru sterkari í fyrri hálfleik en Haukar í þeim í síðari þar sem mörkunum rigndi inn. Staðan í hálfleik var 0-1 KA í vil en heimamenn skoruðu 4 mörk gegn 1 frá KA í þeim síðari.

Hafnarfjörður á morgun

Á morgun fara okkar menn í Hafnarfjörðinn þar sem Haukar taka á móti okkur á Schenkervellinum í 6. umferð. Haukar hafa farið vel af stað í mótinu í sumar og sitja í 5. sæti en eru aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu og því um hörku leik að ræða. Leikurinn hefst kl. 19.15.

Sjóvá og Knattspyrnudeild KA endurnýja farsælt samstarf

Sjóvá og Knattspyrnudeild KA hafa endurnýjað samning um samstarf en Sjóvá hefur um árabil verið einn aðalbakhjarl Knattspyrnudeildar og stoltur stuðningsaðili deildarinnar til fjölda ára.

Svekkjandi tap gegn Víking

Í dag mættust KA og Víkingur R. í fyrsta heimaleik KA á Akureyrarvelli í sumar. Leiknum lauk með 1-0 sigri gestana. Eina mark leiksins skoraði Pape Mamadou Faye á 19. mínútu. KA menn voru grátlega nálægt því að jafna undir lok leiksins og áttu meðal annars skot í slá og stöng. Auk þess sem Víkingar björguðu á marklínu í uppbótartíma. En svo fór að Víkingar fóru heim með stigin þrjú.

KA - Víkingur í beinni útvarpslýsingu!

Bein útvarpslýsing verður frá leik KA og Víkings á morgun Laugardag og hefst útsending kl 13:55 fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á völlinn! Hlýða má á lýsingunna hér að neðan!   Live video from your iPhone using Ustream

Upphitun fyrir leik KA og Víkings

Eins og kunnugt er spila okkar menn við Víkinga á morgun, laugardag, kl. 14.00 á Akureyrarvelli. Upphitun fyrir stuðningsmenn KA hefst kl. 12.30 í veislutjaldi við norðurenda vallarins. Grillaðir verða hamborgarar, hinir glæsilegu KA treflar verða til sölu og hægt verður að kaupa miða á völlinn. Allir eru velkomnir en börn verða að vera í fygld með fullorðnum.

KA - Víkingur R. á laugardaginn

Á laugardaginn 8. júní mæta Víkingar frá Reykjavík í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik sumarsins sem leikinn verður á Akureyrarvelli.  Flautað verður til leiks kl 14.00. Víkingar eru með sjö stig eftir fjórar umferðir.

Vinnudagur á föstudaginn á Akureyrarvelli

Vinnudagur á Akureyrarvelli! Næstkomandi föstudag (31.5.13) ætlum við að hafa vinnudag á Akureyrarvelli.  Í mörg horn er að líta en margar hendur vinna létt verk hratt. Við hefjumst handa á slaginu kl. 17:00. Komum saman og hjálpumst til við að gera Akureyrarvöll sem glæsilegastan fyrir fyrsta heimaleik.