Fréttir

Carsten Pedersen í KA

Danski framherjinn Carsten Pedersen skrifaði nú síðdegis undir samning við KA út komandi tímabil.

KA ÍA í Lengjubikarnum í kvöld

KA tekur á móti ÍA í Lengjubikarkeppni KSI í Boganum kl 21,30 í kvöld

U 17: 3 Leikmann frá KA á úrtaksæfingar

Bjarki Viðarsson, Ólafur Hrafn Kjartansson og Árni Björn Eiríksson hafa allir verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Æfingarnar fara fram 16. og 17.mars næstkomandi.

Greifamót 4.fl karla um helgina í Boganum

Nú um helgina fer fram Greifamót í 4. fl karla. Sextán lið eru skráð á mótið, lið frá Reykjavík, Austfjörðum sem og úr nágrannabyggðum. Mótið hófst 15.00 í dag með leik KA og Þórs í A-liðum. Deginum í dag lýkur kl 22.00 og má sjá úrslit leikja hérna í töflunni hér til hliðar.

Knattspyrna: 3. flokkur kvenna með páskabingó

Stelpurnar í 3. flokki kvenna í fótbolta efna til páskabingós í sal Brekkuskóla sunnudaginn 3. mars kl. 13.30. Allur ágóði bingósins rennur í ferðasjóð stelpnanna, sem stefna að æfingaferð erlendis í sumar. Spjaldið á 500 krónur. Vöfflur og kaffi til sölu í hléi fyrir 350 krónur. Greiðist með reiðufé, posi verður ekki á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir!

KA og Fjarðabyggð sigra Greifmótið

Í dag lauk Greifamóti KA í 3.fl karla. Þetta var stærsta Greifamótið í þessum flokki sem haldið hefur verið. Á mótið komu lið frá öllum landshlutum. Keppt var í flokki A liða og flokki B liða. Alls voru þetta 10 félög sem tóku þátt í mótinu og voru þetta samtals 14 lið.

KA sigraði Fram í Lengjubikarnum

KA hafði sigur á Fram í Lengjubikarnum í Boganum í dag með einu marki gegn engu. Markið skoraði Fannar Freyr Gíslason á 13. mínútu. Í síðari hálfleik misstu KA-menn Hallgrím Mar af leikvelli eftir að hann fékk gula spjalið með tveggja mínútna millibili, á 51. og 53. mínútu. KA lék því einum manni færri bróðurpart síðari hálfleiks.

Lengjubikarinn: KA tekur á móti Fram í Boganum

Við fáum Fram í heimsókn í Bogann á morgun, laugardag, í Lengjubikarnum. Lengjubikarinn er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi tímabil og alltaf spennandi að sjá hvernig leikmenn koma undan vetri, nýir leikmenn standa sig og leikstíllinn sem þjálfarinn leggur upp. Leikurinn hefst kl 17:15 og hvetjum við alla að mæta og sjá strákana taka á móti úrvaldeildarliðinu og styðja þá um leið til sigurs.

Harðjaxl sem klárar það sem hann byrjar á! - Brian Gilmour kominn í þriðja skiptið til KA

Brian Gilmour kom hingað til KA á miðju tímabili árið 2011. Eftir ágætis reynslu af félaginu ákvað hann að framlengja samning sinn og kom aftur síðasta sumar. Þar sannaði hann sig endanlega sem frábæran fótboltamann og mikilvægan hlekk í liðinu. Nú er hann kominn í þriðja skiptið til landsins en hann hefur framlengt samning sinn við KA til loka september.

Greifamót KA í 3. flokki kk í knattspyrnu um helgina

Um komandi helgi verður Greifamót KA í 3. flokki karla í knattspyrnu haldið í Boganum á Akureyri. Mótið hefst á föstudag og því lýkur á sunnudag. Fjórtán lið eru skráð til leiks í mótinu - 7 A-lið og 7 B-lið. Leikjaplan í mótinu er að finna hér.