Fréttir

1.dagur: KA menn spá í spilin fyrir tímabilið

Á morgun hefst 1.deild karla eftir langa bið. Okkar menn ferðast til Selfoss og leika þar við heimamenn, mikil eftirvænting ríkir fyrir tímabilinu og fékk heimasíðan nokkra vel valda KA-menn til að spá fyrir um tímabilið.

Mikil stemning fyrir herrakvöldinu

Miðasala á herrakvöld KA, sem haldið verður næstkomandi föstudag í Hlíðarbæ, gengur vel og mikil stemning er tekin að myndast fyrir herlegheitunum. Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk og áætlað er að borðhald hefjist kl. 19.45. Boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð frá Goya Tapas Bar og kaffi, konfekt og koníak að kvöldverði loknum.

Um 350 keppendur á Greifamót ynstu flokkanna

Greifamót yngsti flokkanna fór fram laugardaginn 4.maí þar sem lið í 6.fl kvenna, 7.fl kvenna og karla og 8.flokk kepptu. Spilað var í 5 manna liðum og var spilað á 8 völlum í boganum. Til leiks mættu lið frá, KA, Þór, Hetti, Hvöt, Tindastól, Völsung, KF, Dalvík, Samherjum og Magna.

Glæsilegur KA trefill væntanlegur

Nýr glæsilegur KA trefill er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Vinna að hönnun og undirbúningur fyrir framleiðslu hefur staðið yfir síðan í janúar.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA

Árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið í KA heimilinu föstudaginn 3. maí kl. 20.30. Við hvetjum alla KA-menn til þess að koma og eiga ánægjulega stund með stuðningsmönnum og leikmönnum.

2.fl karla spilar fótbolta í 24 klst

Klukkan 12.00 laugardaginn 27.apríl í KA heimilinu hefst sólahrings fótbolti hjá 2.flokk Karla hjá KA. Strákarnir eru að leita af fólki til að heita á sig í þessu maraþoni. Mikið er um ferðalög hjá 2.fl sérstakalega í ár þar sem félagið teflir fram tveimur liðum í Íslandsmóti. Ef þú hefur hug á að styrkja strákana þá eru upplýsingar hér fyrir neðan. Þeir sem vilja styrkja strákana með áheitum geta lagt inn á reikning: 0162-26-107110, kt 510991-1849

Herrakvöld KA 2013

Herrakvöld KA 2013 verður haldið föstudaginn 10. maí nk. og að þessu sinni í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Herrakvöldið var vel sótt á síðasta ári og það er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sér mjög vel.

Pub Quiz á morgun miðvikudag!

2. Pub quiz vetrarins verður haldið á morgun miðvikudag í KA-Heimilinu (Júdósal) og hefst fljótlega eftir að leik Dortmund og Real Madrid lýkur. 2 og 2 verða saman í liði líkt og síðast og spurt verður um allt milli himins og jarðar en allar spurningar tengjast þó fótbolta á einn eða annan hátt. 1000 kr kostar inn og verður boðið uppá léttar veitingar meðan á pub quizi stendur gegn vægu gjaldi! Þá geutr fólk getur komið og horft á leikinn í KA-Heimilinu áður en Pub Quizið hefst. Hvetjum alla KA menn að taka kvöldið frá og skemmta sér í góðra manna hópi yfir skemmtilegum spurningum!

Ólafur Hrafn á reynslu til Norwich

Ólafur Hrafn Kjartansson leikmaður 3.flokks KA mun á morgun halda til Englands þar sem enska úrvalsdeildar félagið Norwich hefur boðið honum að koma til æfinga.

Dómaranámskeið í KA heimilinu

Á morgun þriðjudag  verður haldið dómaranámskeið í KA heimilinu kl 20.00. Þóroddur Hjaltalín verður með námskeiði líkt og undanfarin ár. Námskeiðið er að sjálfsögðu öllum opið, engin skráning bara mæta á staðinn.