30.08.2013
Það var sannkölluð markasúpa á Akureyrarvelli í gær þegar KA tók á móti Tindastól. Miðað við hvernig
leikurinn spilaðist mátti ekki búast við svona mörgum mörkum.
Tindastóll byrjaði leikinn betur og áttu nokkur hálffæri inní vítateig okkar mann sem voru þéttir og komust skotin ekki á markið.
Alltaf var KA maður tilbúin að fórna sér fyrir boltan.
KA hafa ekki verið sérstakir á síðasta þriðjung vallarins oft á tíðum í sumar en annað var uppá teningnum í
gær.
25.08.2013
BÍ/Bolungarvík sigruðu í dag okkar menn í afar kaflaskiptum leik 4-2. Fyrri hálfleikur var markalaus og tíðindalítill en í
þeim síðari voru skoruð sex mörk. Mörk okkar í leiknum skoruðu Ivan og Bjarki eftir stoðsendingar frá Brian Gilmour. Eftir leikinn er KA í
9. sæti með 23 stig en BÍ/Bolungarvík í því fjórða með 33 stig.
23.08.2013
Á morgun laugardag leggja okkar menn í langferð þegar að þeir ferðast til Ísafjarðar til að etja kappi við BÍ/Bolungarvík
í 18. umferð 1.deildar karla. Djúpmenn eru í 4.sæti deildarinnar með 30 stig á meðan KA liðið er sem fyrr í því sjöunda
með 23 stig. Leikurinn hefst kl. 14.00.
20.08.2013
KA og Haukar mættust í kvöld á Akureyrir. Fyrir leikinn voru Haukar í 3.sæti með 28 stig meðan KA var í 7.sæti með 23 stig. KA
þurfti nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætluðu að eiga einhvera möguleika á því að komast upp og Haukar þurfti sigur
til að halda áfram þeirri baráttu.
19.08.2013
Á morgun þriðjudaginn 20. ágúst mæta okkar menn Haukum í 17. umferð 1. deildar karla. Haukar eru í 3. sæti með 28 stig og KA
í því sjöunda með 23 stig og því greinilegt að þetta verður hörkuleikur þar sem ekkert verður gefið eftir. Leikurinn hefst
kl. 19.00 og verður að eins og ávallt boðið upp á hamborgara og pyslur 45 mínútum fyrir leik.
16.08.2013
Í kvöld mættust Víkingur R. og KA í 16. umferð 1.deildar karla. Leiknum lauk með bragðdaufu markalausu jafntefli. KA voru sterkari aðilinn í
fyrri hálfleik en í þeim síðari snérist dæmið við og voru það heimamenn sem voru líklegri. Í síðari
hálfleik varði síðan Sandor Matus vítaspyrnu frá Hirti Hjartarssyni meistaralega og bjargaði því að gestirnir kæmust yfir.
Lokastaðan því 0-0.
16.08.2013
Laugardaginn 24. Ágúst leikur Þór/KA til úrslita í Borgunarbikarnum gegn Breiðabliki og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Í tengslum
við þennan leik verður boðið upp á sætaferðir á leikinn á frábæru verði eða aðeins 5000 krónur. Hægt
er að skrá sig í síma 461-2080 og eða senda tölvupóst á pallig[at]thorsport.is ganga þarf
frá greiðslu fyrir 22. ágúst. Farið verður frá Hamri klukkan 09:00 og áætluð brottför frá Reykjavík klukkan
19:30.
15.08.2013
Á morgun ferðast okkar menn suður yfir heiðar, nánar tiltekið í Fossvoginn þar sem liðið etur kappi við Víking frá
Reykjavík. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið og því ljóst að það verður hart barist um
stigin þrjú sem eru í boði. Víkingur er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig einu stigi frá toppsætinu en KA er í því
sjöunda með 22 stig. Leikurinn hefst kl. 18.00.
10.08.2013
KA og Leiknir R. mættust í dag í 15. umferð 1.deildar karla og lauk leiknum með 1-0 sigri gestanna í vægast sagt bragðdaufum leik þar sem
marktæfæri leiksins gætu verið talinn á fingrum annarrar handar. Með sigrinum fóru Leiknismenn upp í 4.sæti deildarinnar með 25 stig en KA er
í því sjöunda með 22 stig. Næsti leikur KA er gegn Víkingum á útivelli föstudaginn næsta.
08.08.2013
Á laugardaginn koma Breiðhyltingar í heimsókn og mæta okkar mönnum í 15. umferð 1.deildar karla. Leiknismenn eru sæti fyrir ofan KA í 6.
sæti deildarinnar. Liðin eru þó með jafn mörg stig en Breiðhyltingar með betri markatölu. Leikurinn hefst kl. 16.00 og verður að
sjálfsögðu boðið upp á grillaða hamborgara og pylsur 45 mínútum fyrir leik.