08.10.2013
Áki Sölvason leikmaður 3. fl hefur verið valinn í U15 sem leikur í Sviss í undankeppni Ólympíuleikum ungmenna. Ísland mætir Finnum
laugardaginn 19. október og sigurvegarinn úr þeim leik leikur gegn sigurvegarnum úr leik Móldóva og Armena um laust sæti á leikunum.
03.10.2013
Eins og flestum er kunnugt um tekur Þór/KA þátt í Meistaradeild Evrópu í ár. Liðið ávann sér sæti í deildinni
með því að verða Íslandsmeistarar 2012. Liðið dróst gegn Rússneska liðinu Zorkiy í 32 liða úrslitum og fer fyrri leikurinn
fram á Þórsvelli miðvikudaginn 9. október klukkan 16:00. Síðari leikur liðanna fer fram ytra viku síðar.
02.10.2013
Gunnar Níelsson formaður knattspyrnudeildar KA segir að gervigras á knattspyrnuvelli á Norðurlandi sé eina vitið í viðtali við
Norðursport.
01.10.2013
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í lið Íslands sem mun leika í undankeppni EM U19 í Belgíu 8.-16. október.
Ásamt heimamönnum mæta þeir Frökkum og Norður Írum.
24.09.2013
Þá er keppnistímabilinu lokið þetta sumarið og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega.
Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr
gagnagrun KSÍ ásamt tölfræði sem KA-sport tók saman í sumar.
23.09.2013
Knattspyrnudeild KA hélt lokahóf sitt í Hofi laugardaginn 21. september. Vel var mætt og tókst það afar vel til.
Vinir Móða kusu Hallgrím Mar Steingrímsson besta leikmann meistaraflokks í sumar. Sama gerðu leikmenn, þjálfarar og stjórn
knattspyrnudeildar. Er Hallgrímur afar vel að þessum verðlaunum kominn en hann var markahæsti leikmaður KA liðsins í sumar með 7 mörk. Einnig
átti hann flestar stoðsendingar en þær voru 8 talsins.
19.09.2013
Nú er komið að því, eftir allt of langt hlé, að getraunastarfið hefjist aftur hjá okkur. Næstkomandi laugardag verður
fyrsta umferðin í innanfélagskeppninni.
14.09.2013
Í dag mættust KA og Þróttur R. í 21. umferð 1. deildar karla. Leiknum lauk með sannfærandi 3-1 sigri okkar manna þar sem Ævar Ingi
Jóhannesson, Atli Sveinn Þórarinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA. Eftir leikinn er KA í 6. sæti 32 stig þegar að
það er ein umferð eftir.
12.09.2013
Nú er komið á hreint að úrslitaleikur 4. flokks kvenna verður í Boganum kl 19:00 í kvöld. Flugfélagið hefur ekkert verið að
fljúga í dag þannig að Valsmenn hafa ekki komist til Akureyrar. Þær eiga flug núna kl 16:45 sem gefur auga leið að ekki er hægt að spila
kl 17:00.
Leikurinn hefur því verið færður til kl 19:00 og verður að vera í Boganum þar sem birtuskilyrði eru ekki nægilega góð á
Akureyrarvelli þegar líður á leikinn.
Allir að fjölmenna í Bogann kl 19:00!
10.09.2013
Á fimmtudag verður stærsti leikur sumarsins á Akureyrarvelli. Þar mætast KA og Valur í úrslitaleik 4. flokks kvenna A-liða. KA hefur spilað 6
úrslitaleiki undanfarin 6 ár og hafa allir þessir leikir verið spilaðir fyrir sunnan fyrir utan einn sem var spilaður á Blönduósi en þá
varð 3. flokkur karla Íslandsmeistari.