19.02.2013
Tæplega 700 þús. kr. halli varð á rekstri knattspyrnudeildar KA rekstrarárið 2012. Velta deildarinnar á starfsárinu var um 91 milljón
króna. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var í gær.
11.02.2013
Ævar Ingi Jóhannesson, kantmaðurinn knái í KA-liðinu, hefur verið valinn í U-19 landsliðshóp Íslands, sem mætir Dönum
í tveimur vináttuleikjum í Danmörku á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku.
10.02.2013
KA sigraði Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins á föstudaginn síðastliðinn og nú getur þú séð
helstu atvikin úr leiknum hér að neðan.
08.02.2013
KA-menn höfðu 3-1 sigur á grönnum okkar í Þór í Kjarnafæðismótinu í fótbolta í Boganum í kvöld. KA
komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Gunnars Örvars Stefánssonar og Hallgríms Mars Steingrímssonar (víti). Í síðari
hálfleik minnkuðu Þórsarar muninn með skallamarki Jóhanns Helga Hannessonar en Hallgrímur Mar gerði út um leikinn með öðru marki
sínu fyrir KA undir lok leiksins.
07.02.2013
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður í KA-heimilinu mánudaginn 18. febrúar kl. 18.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Stjórn knattspyrnudeildar KA
06.02.2013
Penninn var á lofti í KA heimilinu í dag þar sem Bretarnir Brian Gilmour og Darren Lough voru að semja aftur við félagið. Brian hefur verið
hjá KA síðan í júlí 2011 en Darren kom til félagsins fyrir síðasta sumar. Ásamt þeim félögum skrifaði Daninn Mads
Rosenberg, sem kom á reynslu í janúar, undir samning. Þessir þrír sömdu allir við KA út komandi leiktíð. Það var
síðan Steinþór "Stubbur" Auðunsson sem samdi við KA til næstu þriggja ára.
01.02.2013
Pub quiz knattspyrnudeildar og meistaraflokks verður haldið í kvöld 1.febrúar kl 20:00 í KA-Heimilinu! 1000 kr inn, 2 saman í liði og flottur vinningur
í boði! Hægt verður að versla veitingar fyrir nánast ekkert verð á staðnum! Umsjónarmaður verður Jóhann Már Kristinsson og
við hvetjum alla KA menn til að mæta og taka þátt í þessarri spurningarkeppni en fólk fær að reyna sig á almennri þekkingu
á alheimsfótboltanum! Ekki láta þetta framhjá þér fara, ekkert verð fyrir mikla skemmtun!
19.01.2013
KA mætti Dalvík/Reyni í 3.umferð Kjarnafæðismótsins í Boganum kl 15:15 í
dag. Byrjunarlið KA var svipað liðinnu sem vann KF um síðustu helgi.
16.01.2013
Núna fara getraunirnar á fullt aftur og við byrjum nýjan hópleik n.k laugardag og í þetta sinn fær sá sem lendir í fyrsta sæti
ferðavinning með Úrval útsýn. Einnig er fullt af öðrum flottum vinningum.
14.01.2013
Í leik KA og KF urðu KA menn fyrir miklu áfalli þegar fyrirliði liðsins, Gunnar Valur Gunnarsson, féll í grasið og var ljóst frá byrjun
að meiðsli hans voru alvarleg. Nú hefur það verið staðfest að hásin hans slitnaði og við tekur aðgerð í vikunni og að henni
lokinni sjúkraþjálfun og endurhæfingarferli og stefnir fyrirliðinn á að snúa aftur til baka í júlí.