14.01.2013
Tveir KA leikir fóru fram á Kjarnafæðimótinu í fótbolta um helgina þegar KA og KA 2 mættu bæði liði KF frá
Fjallabyggð, bæði lið unnu góða sigra og má segja að sigur KA 2 hafi komið talsvert á óvart en liðið sigraði 4-0. KA sigraði
mjög öruggan 3-1 sigur eftir að hafa lennt 1-0 undir. Með því að smella á lesa meira má lesa umfjallanir KDN um leikina.
11.01.2013
Um helgina munu okkar lið leika sitt hvorn leikinn í Kjarnafæðismótinu. Á morgun
laugardag leikur KA sinn annan leik í mótinu og er mótherjinn að þessu sinni KF frá Fjallabyggð undir stjórn Lárusar Orra
Sigurðssonar.
05.01.2013
Í dag var skrifað undir samninga knattspyrnudeildar KA við níu leikmenn. Þar af framlengdu þrír leikmenn samninga sína, einn leikmaður hefur
áður verið á lánssamningi hjá KA en fimm leikmenn voru nú að semja í fyrsta skipti við félagið.
02.01.2013
Hið árlega knattspyrnumót KDN (Knattspyrnudómarafélag Norðurlands) - sem þetta
árið nefnist Kjarnafæðismótið - hefst næstkomandi föstudag þegar Þór og KF mætast í Boganum. Eins og undangengin ár
teflir KA fram tveimur liðum í mótinu þar sem annað liðið er að megninu til skipað leikmönnum 2. flokks.
30.12.2012
Þar sem lið hafa þurf að afboða sig útaf veðri þurfum við að breyta mótinu, spilaður verður í einni deild þar sem allir
spila við alla.. 1 og 2 sæti spila síðan úrslitaleik
28.12.2012
Þá er skráningu lokið og búið að raða mótinu niður. Það eru 8 lið sem taka þátt að þessu sinni.
Það verða lágmark 4 leikir á lið. Spilað verður í tveimur 4 liða riðlum. Eftir það spilast 8 liða úrslit með
útsláttarkeppni. Riðlarnir eru Enska - og Spænska deildin.
18.12.2012
Öllum KA-mönnum og konum sendi ég mínar innilegustu jóla- og nýárskveðjur með kæru þakklæti fyrir ómetanlegan
stuðning við fráfall tengdasonar míns Steingríms Kr Sigurðssonar.
Kærleikskveðjur til ykkar allra,Ólína
Steinþórsdóttir
13.12.2012
Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk
knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur
út.
10.12.2012
Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar KA mætti Þórsorum
í Boganum. Eitthvað vantaði af leikmönnum í bæði lið en Þórsarar tefldu þó fram nokkrum reynsluboltum í
byrjunarliðinu.
30.11.2012
3.fl kvenna í knattspyrnu er með RISA BINGÓ í Brekkuskóla á morgun Laugardag.. þar verða fullt af vinningum og má þar nefna sæti
í Arsenalskólanum. Allir vinningar eru 10.000 kr virði eða meira. Bingóið hefst kl 14. sjá nánar á mynd hægrameginn á Kaffi og kaffi
selt í hléi á 350 kr Spjaldið kostar 500 kr Allur ágóði af Bingóinu fer uppí utanlandsferð hjá stelpunum sem farin verður
næsta sumar.