Fréttir

Úrslitaleikur Þór/KA og Stjörnunnar í beinni

Við minnum á úrslitaleik Lengjubikars kvenna þar sem Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í Boganum í dag kl. 17:15. Stuðningurinn við stelpurnar var til fyrirmyndar á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari og um að gera að byrja þar sem frá var horfið, áfram Þór/KA

KA fékk Hauka í Mjólkurbikarnum

Í hádeginu var dregið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en keppnin hefur undanfarin ár verið þekkt sem Borgunarbikarinn. KA liðið fékk útileik gegn Haukum en Haukar leika í Inkasso deildinni í sumar

Kynningarkvöld fótboltans á fimmtudag

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 26. apríl klukkan 21:00 eða eftir leik KA og HK í handboltanum. Kynningarkvöldið verður með aðeins breyttu sniði í ár en við munum fá álit helstu spekinga landsins á KA liðinu, pallborðsumræður og svo að sjálfsögðu kynning á leikmönnum KA í sumar

Lengjubikarinn: Úrslitaleikur Þór/KA og Stjörnunnar

Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í Boganum á þriðjudaginn klukkan 17:15. Stelpurnar eru í mjög flottum gír nú þegar styttist í að Pepsi deildin hefjist og hvetjum við alla sem geta til að mæta í Bogann og styðja stelpurnar til sigurs enda Lengjubikarinn í húfi

Ásgeir með nýjan 2 ára samning við KA

Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og leikur því með liðinu næstu árin. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Ásgeir verið hreint út sagt magnaður fyrir liðið bæði sumarið 2016 þegar liðið vann Inkasso deildina sem og 2017 þegar liðið undirstrikaði veru sína í deild þeirra bestu

Fotbolti.net spáir KA 4. sætinu í sumar

Það er farið að styttast í að knattspyrnusumarið hefjist og er fotbolti.net með spá í Pepsi deild karla. KA liðinu er spáð 4. sætinu í sumar af þeirra spekingum og er mjög gaman að renna yfir umfjöllun þeirra um liðið. Bæði fara þeir yfir styrkleika liðsins sem og að heyra í leikmönnum KA

Dregið í happdrætti fótboltans í vikunni

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur verið að selja happdrættismiða til styrktar starfinu í kringum liðið. Til stóð að draga í happdrættinu í dag en því hefur verið frestað til mánudags þar sem að starfsdagur er hjá Sýslumanni á Akureyri

Þór/KA í úrslit Lengjubikarsins

Íslandsmeistarar Þór/KA eru komnir í úrslit Lengjubikarsins eftir 1-0 sigur á Breiðablik í kvöld. Bæði lið eru ógnarsterk og er búist við miklu af þeim í sumar enda voru þetta tvö efstu liðin í Pepsi deildinni á síðasta tímabili

Fer Þór/KA í úrslit Lengjubikarsins?

Íslandsmeistarar Þór/KA mæta Breiðablik í undanúrslitum Lengjubikarsins á morgun, föstudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Leiknisvelli. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast svo Stjarnan og Valur

Bjarni Mark til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA og Bjarni Mark Antonsson hafa komist að samkomulagi um að Bjarni gangi til liðs við KA. Bjarni lék með KA í 1. deildinni sumarið 2014 og lék alls 3 leiki fyrir félagið það sumar