Fréttir

Þór/KA og ÍBV keppa um Meistara Meistaranna

Það fer fram stórleikur á KA-velli í dag þegar Íslandsmeistarar Þór/KA taka á móti Bikarmeisturum ÍBV í leik Meistara Meistaranna. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og má búast við hörkuleik enda slagur þeirra liða sem hömpuðu stóru bikurunum á síðasta tímabili

Fjölnir - KA 2-2: Hvað sögðu menn eftir leik?

Fjölnir og KA gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í dag í fyrstu umferð Pepsi deildar karla. Fyrri hálfleikur var gríðarlega fjörugur og komu öll mörkin einmitt í fyrri hálfleik, sá síðari var hinsvegar mun rólegri og var lítið um færi. Leikmenn og þjálfarar beggja liða voru teknir í viðtöl af hinum ýmsu miðlum og birtum við þau hér fyrir neðan

Jafntefli í fyrsta leik sumarsins

KA sótti Fjölnismenn heim í Egilshöllina í fyrstu umferð Pepsi deildar karla í dag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir sumrinu enda gengi KA liðsins verið mjög gott á undirbúningstímabilinu og spá spekinga í boltanum verið jákvæð fyrir liðið

KA hefur leik í Pepsi deildinni á morgun

Pepsi deild karla er að fara af stað og leikur KA sinn fyrsta leik í sumar fyrir sunnan þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöllinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er mikil eftirvænting fyrir því að deildin sé að fara að byrja

Vinningshafar í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu

Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu í gær og eftirfarandi númer fengu vinning. Vinningana verður hægt að vitja í KA-heimilinu á mánudaginn frá 15:30-17:30 og á miðvikudaginn frá 15:30-17:30. Ef viðkomandi kemst ekki á þeim tíma til að sækja miðann, vinsamlegast hafið þá samband við þann sem seldi ykkur miðann og málinu verður reddað.

Þór/KA deildabikarmeistarar

Það var sannkölluð úrslitastemming í Boganum í dag þegar Þór/KA og Stjarnan mættust í úrslitaleik deildarbikarsins. Það er óhætt að segja að lukkan hafi verið á bandi Stjörnukvenna í upphafi leiks en þær fengu tvö mörk af ódýrara taginu á fyrsta hálftíma leiksins. Helena Jónsdóttir markvörður Þór/KA meiddist í aðdraganda fyrra marksins

Úrslitaleikur Þór/KA og Stjörnunnar í beinni

Við minnum á úrslitaleik Lengjubikars kvenna þar sem Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í Boganum í dag kl. 17:15. Stuðningurinn við stelpurnar var til fyrirmyndar á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari og um að gera að byrja þar sem frá var horfið, áfram Þór/KA

KA fékk Hauka í Mjólkurbikarnum

Í hádeginu var dregið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en keppnin hefur undanfarin ár verið þekkt sem Borgunarbikarinn. KA liðið fékk útileik gegn Haukum en Haukar leika í Inkasso deildinni í sumar

Kynningarkvöld fótboltans á fimmtudag

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 26. apríl klukkan 21:00 eða eftir leik KA og HK í handboltanum. Kynningarkvöldið verður með aðeins breyttu sniði í ár en við munum fá álit helstu spekinga landsins á KA liðinu, pallborðsumræður og svo að sjálfsögðu kynning á leikmönnum KA í sumar

Lengjubikarinn: Úrslitaleikur Þór/KA og Stjörnunnar

Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í Boganum á þriðjudaginn klukkan 17:15. Stelpurnar eru í mjög flottum gír nú þegar styttist í að Pepsi deildin hefjist og hvetjum við alla sem geta til að mæta í Bogann og styðja stelpurnar til sigurs enda Lengjubikarinn í húfi