05.04.2018
Nú er farið að styttast í knattspyrnusumarið og eru bæði KA og Þór/KA í lokaundirbúning fyrir tímabilið. Fyrirliði Þórs/KA hún Sandra María Jessen hefur þó alls ekki verið í venjulegum undirbúningi enda var hún lánuð til Tékkneska stórliðsins Slavia Prag. Lánssamningi hennar lýkur í lok apríl og verður því með Íslandsmeistaraliði Þórs/KA í allt sumar
29.03.2018
Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA var haldinn í KA-Heimilinu í vikunni og var þá kosið í nýja stjórn. Eiríkur S. Jóhannsson formaður steig til hliðar og það gerði Anna Birna Sæmundsdóttir einnig. Við þökkum þeim kærlega fyrir flott störf fyrir deildina en þau verða að sjálfsögðu áfram áberandi í starfinu okkar
29.03.2018
KA tók á móti Grindavík í Boganum í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag. Liðin mættust einnig í undanúrslitum keppninnar í fyrra og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð
28.03.2018
KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 14:00 og tryggir sigurliðið sér þátttökurétt í úrslitaleik Lengjubikarsins
24.03.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA eru komnir áfram í undanúrslit Lengjubikarsins eftir góðan 3-1 sigur á FH í lokaleik riðlakeppninnar. Önnur lið eiga enn leik eftir og því kemur í ljós eftir nokkra daga hver andstæðingur liðsins í undanúrslitunum verður
20.03.2018
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 27. mars kl. 20:00
18.03.2018
KA mætti suður og lék gegn Þrótturum í lokaumferð Lengjubikarsins í gær. Strákarnir voru með pálmann í höndunum eftir magnaðan 4-0 sigur á Breiðablik í síðustu umferð og dugði því stig til að tryggja sæti í undanúrslitum keppninnar
16.03.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki byrjað nægilega vel í Lengjubikarnum en fyrir leikinn í kvöld höfðu stelpurnar aðeins nælt sér í eitt stig. Það breyttist þó heldur betur eftir spennandi leik gegn Bikarmeisturum ÍBV
09.03.2018
KA tekur á móti Breiðablik á sunnudaginn í Boganum í A-deild Lengjubikarsins.
24.02.2018
KA fer heldur betur vel af stað í Lengjubikarnum en liðið vann nú góðan 2-3 sigur á KR í Egilshöll og er með fullt hús stiga ásamt Breiðablik eftir þrjár umferðir