Fréttir

Kerfið er komið í lag

Það er búið að laga kerfið svo fólk getur nú gengið frá skráningu.VIð samt höldum þessu opnu til 3.okt.Nora kerfið liggur niðri í augnablikinu, unnið er að viðgerð.

Kerfið liggur niðri

Nora-kerfið liggur niðri sem stendur.Unnið er að viðgerð.Vegna vandamálsins gefum við frest til morguns til að ganga frá skráningunni.Við látum vita þegar þetta kemst í lag.

Greiðsla æfingagjalda á haustönn 2014

Hér má finna allar upplýsingar varðandi það hvernig fólk ber sig að við að ganga frá greiðslu æfingagjalda fyrir haustönn 2014.Fólk jafnframt er að staðfesta þátttöku iðkanda í starfi félagsins þessa önnina.

Tilboð á Gullmiða á EM- framlengt til 1.okt

Hér má finna tilboð frá Fimleikasambandinu á miða á EM, sem fram fer hér á Íslandi dagana 15.-18.október.Tilboðið gildir til 1.október.Athugið jafnframt að nú er hægt að kaupa miða á einstaka viðburði sem voru ekki í sölu áður.

Biðlistar

Vegna fjölda fyrirspurna viljum við ítreka að það eru biðlistar í alla hópa hjá félaginu nema Goldies (fullorðinsfimleikar).Um leið og pláss losnar þá bjóðum við næsta inn af biðlista og tökum við inn í þeirri röð sem skráning berst.

Stundaskrá haustönn 2014 - fyrstu drög

Nú eru fyrstu drög af stundaskrá fyrir haustönnina tilbúin.Athugið að laugardagshópar (S-hópar) hefjast ekki fyrr en 13.september og goldies og mix hefjast 15.september af óviðráðanlegum aðstæðum.

Stundaskrá 2014 - fyrstu drög

Hér má finna fyrstu drög af stundaskrá félagsins.Athugið að laugardagshópar hefjast 13.september og Mix og Goldies hefjast 15.september af óviðráðanlegum aðstæðum.Við vekjum athygli á því að þetta eru fyrstu drög og geta tímar riðlast á næstu vikum þar sem framhaldsskólanemar hafa ekki allir fengið stundaskrár sínar.

Sjálfboðaliðar Evrópumótsins í hópfimleikum 2014

Má bjóða þér að gerast sjálfboðaliði á stærsta fimleikaviðburði sögunnar? Fimleikasambandið vantar sjálfboðaliða á Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014 sem haldið verður í Reykjavík 15.

Haustönn 2014

Almennt starf hjá félaginu hefst 1.september, nema að laugardagshópar hefjast laugardaginn 13.september.Stundaskrá félagsins er því miður ekki klár og verður það ekki fyrr en rétt fyrir mánaðarmótin.

Aðalfundur FIMAK

Í kvöld fór fram aðalfundur FIMAK í matsal Giljaskóla.Segja má að fundurinn hafi verið vel sóttur ef miðað er við síðustu ár en 28 sóttu fundinn.Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf þar sem m.