Fréttir

Vormót FSÍ í Hópfimleikum

Helgina 14.- 15.maí fer fram fjölmennt mót í hópfimleikum hér á Akureyri.Keppendur verða um 700 talsins í 59 liðum víðs vegar að um landið.Keppt er í 3.-5.flokki í landsreglum kvk.

Ágætu foreldrar/aðstandendur

Nú nálgast Vormót í Hópfimleikum FSÍ sem verður haldið á Akureyri dagana 14.og 15.maí.Mótið verður afar fjölmennt og er von á um 6 -700 keppendum til okkar.Til þess að halda þetta mót þurfum við á ykkar aðstoð að halda og vonumst við til þess að sem flestir geti boðið sig fram til aðstoðar, aldurstakmark verðum við þó að hafa en það er 14 ára.

Vorönn félagsins lýkur

Síðustu tímar hjá laugardagshópum

Aðalfundur

Aðalfundur FIMAK var haldinn 4.apríl í Sal Giljaskóla.Mættir voru 24 auk fráfarandi stjórnar og fundarstjóra.Fundastjóri var kosinn Unnsteinn Tryggvason og fundaritari Guðný Andradóttir.

Páskafrí.

Allir hópar í fimleikum fara í páskafrí eftir föstudaginn 15.apríl nema keppnishópar ( F1 F2 K1 I1 I2 og I3).Æfingar hjá keppnishópum verða 18.til 20.apríl og verður æfingatíminn auglýstur síðar.

Skrifstofan lokuð í dag.

Vegna forfalla verður skrifstofan lokuð í dag þriðjud.5.apríl.Hægt er að senda fyrirspurn á skrifstofa@fimak.is.Skrifstofan er opin á morgun miðv.6.apríl milli 16:30-18:30.

Skrifstofan lokuð í dag.

Vegna forfalla verður skrifstofan lokuð í dag 5.apríl.Hægt er að senda fyrirspurn á skrifstofa@fimak.is.Skrifstofan er opin á morgun miðv.6.apríl milli 16:30-18:30.Guðný á skrifstofu fimak.

Tilkynning frá Stefnu ehf.

Sunnudaginn 3.apríl fer fram uppfærsla á vefþjónum Stefnu ehf.Má búast við tímabundnum truflunum á vef- og póstsamskiptum milli kl.10:00 og 16:00.Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Aðalfundur FIMAK

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 4.apríl.kl.20:30 í matsal Giljaskóla (gengið inn um aðalinngang skólans).Fundarefni: Skýrsla stjórnar, Afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlun, Kosning stjórnar, Formaður, stjórn, varamaður, Erindi foreldrafélags, Önnur mál.