33 fulltrúar KA í afreks- og hæfileikamótun KSÍ

Fótbolti

Knattspyrnusamband Íslands verður í vikunni með afreksæfingar fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2005 sem og hæfileikamótun fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2007. Það má með sanni segja að fulltrúar KA skipi ansi stóran hluta en alls koma 33 fulltrúar frá KA að æfingunum.

Afreksæfingarnar fara fram á morgun, miðvikudag, og munu þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen stýra þeim.

Strákamegin koma 6 frá KA en það eru þeir Björgvin Máni Bjarnason, Garðar Gísli Þórisson, Hákon Atli Aðalsteinsson, Hákon Orri Hauksson, Jóhannes Geir Gestsson og Sindri Sigurðsson.

Stelpurnar eru 7 sem koma frá KA en það eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Ísabella Júlia Óskarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jónína Maj Sigurðardóttir, Marey Maronsdóttir, Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir og Tanía Sól Hjartardóttir.

Hæfileikamótunin fer hinsvegar fram sunnudaginn 26. janúar undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar. Strákamegin á KA 11 fulltrúa í hópnum en það eru þeir Dagbjartur Búi Davíðsson, Elvar Máni Guðmundsson, Gabríel Lukas Freitas Meira, Helgi Már Þorvaldsson, Ívar Arnbro Þórhallsson, Magnús Dagur Jónatansson, Magnús Máni Sigursteinsson, Máni Dalstein Ingimarsson, Mikael Breki Þórðarson, Valdimar Logi Sævarsson og Þórir Örn Björnsson.

Alls eru 9 stelpur frá KA í hópnum en það eru þær Amalía Árnadóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Emma Ægisdóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Herdís Agla Víðisdóttir, Katla Bjarnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Rut Marín Róbertsdóttir.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is