Stefna og markmið

Starfsemi Knattspyrnufélags Akureyrar byggir á lögum félagsins þar sem meginhlutverk þess er að vinna að eflingu íþróttastarfs á Akureyri, glæða áhuga almennings á gildi íþrótta og virkja sem flesta til þátttöku í íþróttum og almennu félagsstarfi.

Stefnt er að því að deildir félagsins eigi með sér samstarf auk þess sem stjórnendur deilda eru hvattir til aukinnar samvinnu við stjórnendur grunnskóla og börn og unglinga. Þannig má skapa tækifæri til íþróttaiðkunar á breiðum grunni.

 

Stefnumið í ýmsum málaflokkum

Eitt af meginmarkmiðum Knattspyrnufélags Akureyrar er að stuðla að iðkun íþrótta fyrir keppnis- og afreksfólk. Þá er það einnig hlutverk KA að fylgjast með því að starfsemi deilda fari fram samkvæmt gildandi lögum félagsins Knattspyrnufélag Akureyrar stefnir að því að skapa iðkendum íþrótta góðar aðstæður til íþróttaiðkunar og keppni. Í þjálfun og kennslu er leitast við að taka tillit til getu, þroska og aldurs iðkenda. Þjálfarar og stjórnarmenn hjá   KA starfa eftir stefnu og markmiðum félagsins

Þjálfaramenntun

Að þjálfarar sem starfa innan Knattspyrnufélags Akureyrar:

  • hafi fagþekkingu á sviði þjálfunar.
  • hafi lokið þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ.
  • sæki símenntun meðan þeir starfa við þjálfun.

Skipulag félags og deilda

 Að stjórnendur KA stuðli að:

  • stjórnendur deilda vinni eftir skráðu skipuriti.
  • öflugu samstarfi milli deilda eða hópa.
  • stjórnendur og þjálfarar deilda fylgi eftir skrásettum stefnum og markmiðum.
  • hver deild vinni að markmiðssetningu í ýmsum málaflokkum fyrir einstaka hópa.
 

Foreldrasamstarf

 Að stjórnendur Knattspyrnufélags Akureyrar og deilda:

  • upplýsi foreldra um helstu markmið félags og deilda.
  • vinni að því að fá foreldra til starfa að félagsmálum. 

 

  • Fræðsla og forvarnir
    Að stjórnendur og þjálfarar:
  •  vinni eftir stefnu í forvörnum.

     

Jafnrétti

Að stjórnendur KA og deilda stuðli að:

  • greiðum aðgangi beggja kynja að þeim íþróttum sem hjá félaginu eru stundaðar.

Fjármál og rekstur

Að stjórnendur KA og deilda stuðli að:

  •  nákvæmri fjárhagsáætlun fyrir félag og deildir.
  •  markvissu eftirliti með áætlanagerð félags og deilda og að endurskoðun sé virk og fari reglulega fram.
  • fjármál félags og deilda séu aðgengileg.
  • ekki sé eytt um efni fram.

Markmiðasetning

Meginmarkmið KA

Meginmarkmið Knattspyrnufélags Akureyrar er að sjá til þess að félaginu séu skapaðar aðstæður þannig að einstaklingar geti eflt þroska sinn og fengið tækifæri til iðkunar þeirra íþrótta sem hjá félaginu eru stundaðar. Hér á eftir er að finna helstu markmið sem snúa að þátttöku:

  •  barna og unglinga.
  •  keppnis- og afreksfólks.

Meginmarkmið með þátttöku barna og unglinga

Að stjórnarmenn og þjálfarar

  • hafi fagþekkingu til að stjórna og þjálfa börn og unglinga og skipuleggi íþróttastarfið við hæfi þeirra.
  • efli á markvissan hátt ýmsa þroskaþætti barna, s.s.
    • félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska.
    • líkamsþroska.
    • skyn- og hreyfiþroska.
  •  skipuleggi íþróttastarf á þann hátt að börnog unglingar nái tökum á þeim greinum sem hjá íþróttafélaginu eru stundaðar.
  • sjái til þess að gefinn sé kostur á að stunda íþróttir þar sem árangursmiðaðar keppnis- og afreksíþróttir eru stundaðar.
  • sjái til þess að samfara íþróttaiðkun sé unnið með aga, stundvísi og reglusemi.

Meginmarkmið með keppnis- og afreksíþróttum

Að stjórnarmenn og þjálfarar stuðli að:

  • markvissri eflingu félagslegra þátta keppnis- og afreksfólks.
  • skipulagi þjálfunar með bætta heilsu að leiðarljósi.
  • aukinni fræðslu og þekkingu iðkenda á líkama og heilsu.
  • keppnis- og afreksfólk fái góða aðhlynningu hjá ýmsum faghópum, s.s. læknum, sjúkraþjálfurum og næringarfræðingum.
  • styðja við einstaka afreksmenn eins og kostur er.
  • stuðla að því að keppnis- og afreksíþróttamenn séu góðar fyrirmyndir.

Auk þess er markmið KA að:

  • gefa árlega út æfinga- og keppnisáætlun fyrir alla aldurshópa.
  • setja fram markmið og áherslur í þjálfun allra aldurshópa.
  • hvetja stúlkur jafnt sem pilta til þátttöku í íþróttum.
  • stuðla að jafnrétti í þjálfun.
  • stuðla að vímuvarnarstefnu félags.
  • kynna árlega starfsemi félags og deilda fyrir íbúum og skólum í sveitarfélaginu.

Markmið Knattspyrnufélags Akureyrar og deilda í keppnis- og afreksíþróttum er að eiga ávallt breiðan hóp afreksmanna í fremstu röð þeirra íþróttagreina sem eru stundaðar hjá félaginu.

Stjórnir deilda og ráða

 Hlutverk stjórna deilda er eftirfarandi:

  • að sjá um rekstur sinnar deildar og sjá um að fjárhagslegur rekstur hennar sé innan fjárhagsáætlana.
  • fjárhagsáætlunargerð í samráði við fjárhagsráð.
  • að afla fjár til reksturs deildarinnar.
  • að skuldbinda ekki deildina fjárhagslega án samráðs við fjárhagsráð.
  • skipulagning og undirbúningur fyrir æfinga- og keppnistímabil ár hvert.
  • ráðning þjálfara meistara- og annars flokks.
  • leikmannamál.
  • framkvæmd móta og leikja.
  • niðurröðun æfingatíma meistara- og annars flokks í samráði við framkvæmdastjóra.
  • að taka fyrir mál vegna brota á samþykktum reglum.
  • að taka fyrir aga- og samskiptamál bæði leikmanna og þjálfara.
  • samræma fjáraflanir deilda.
  • að skipa starfsnefndir innan sinnar deildar (t.d leikmannanefnd, heimaleikjanefnd o.fl.)

 Yngriflokkaráð

 Yngriflokkaráð heyra beint undir stjórn sinnar deildar en eru fjárhagslega sjálfstæð.

 Hlutverk yngriflokkaráða

       Yngriflokkaráð hverrar deildar sér um rekstur yngri flokka sem felst í að:

  • afla fjár til reksturs yngri flokka.
  • ræður yfirþjálfara og semur um laun hans.
  • ræður þjálfara og semur um laun þeirra.
  • innnheimtir æfingagjöld.
  • kaupir búninga á lið yngri flokka og semur um auglýsingar á þá.
  • gerir auglýsingasamninga til að fjármagna búningakaup o. fl.
  • semur um akstur í keppnisferðum.
  • gerir samninga vegna máltíða í keppnisferðum.
  • gerir samninga vegna gistingar í keppnisferðum.
  • sér til þess að æfingatöflu sé dreift til iðkenda.
  • sér um samskipti við stuðningsaðila.
  • sér um leikja- og mótamál yngri flokka.

 Yfirþjálfari

  • sér um, í samráði við unglingaráð (yngriflokkaráð), ráðningu á þjálfurum yngri flokka.
  • sér um í samráði við yngriflokkaráð niðurröðun æfingatöflu vetrarins.
  • er tengiliður í samskiptum við sérsamband sinnar greinar vegna mótamála, keppnisferða, agamála og annars er upp kann að koma í samskiptum milli yngri flokka og viðkomandi sambands.
  • tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd móta sem félagið stendur fyrir.
  • setur upp námskrá fyrir áhersluatriði í hverjum flokki.
  • hefur eftirlit með störfum og undirbúningi annarra þjálfara yngri flokka.
  • sér um faglega ráðgjöf öðrum þjálfurum til handa.
  • heldur reglulega fundi með þjálfurum.
  • kemur upp gagnabanka (möppur/bækur/tölvuefni ofl.) vegna þjálfunar
  • fylgist með undirbúningi og framkvæmd keppnisferða.
  • grípur inn í og er til ráðgjafar þar sem agamál koma upp innan flokkanna, bæði gagnvart iðkendum og þjálfurum.
  • er tengiliður við foreldra.
  • situr foreldrafundi flokkanna.
  • sér um samskipti við þjálfara og starfsmenn annarra félaga.

Skipurit knattspyrnunnar í KA

Hér má sjá skipurit knattspyrnunnar í KA.

Gildistími og endurmat

  • Gildistími stefnu og markmiða KA er frá 1. des. 2023 til 1. des. 2025.
  • Endurmat á stefnu og markmiðum KA fer fram ár hvert í október.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is