Keppnistímabiliđ 1989

KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Á vordögum vann KA Tactic-mótiđ ţar sem liđiđ vann Ţór međal annars 4-1. Íslandsmótiđ byrjađi hinsvegar međ steindauđu jafntefli gegn FH 0-0. Dömurnar hjá KA gerđu einnig jafnt í sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni úr Garđabć 2-2.


Fjórir af máttarstólpum KA í knattspyrnu 1989. Frá vinstri: Ormarr Örlygsson, Anthony Karl Gregory, Bjarni Jónsson og Steingrímur Birgisson


KA vann frábćran 3-1 sigur á Fram í fyrsta heimaleik sumarsins

KA-liđiđ ţótti sýna afburđa leik í annarri umferđinni er liđiđ vann Íslandsmeistara Fram örugglega 3-1 međ mörkum Ţorvaldar Örlygssonar og Bjarna Jónssonar og áttu Ţorvaldur og Bjarni enn einn stórleikinn ţetta sumariđ ásamt Ormari bróđur Ţorvaldar. Hinsvegar kom bakslag ţegar liđiđ náđi einungis jöfnu gegn Ţór 0-0, svo enn vinnst ekki leikur gegn Ţór á Íslandsmóti.

Tveir ungir leikmenn okkar voru valdir í drengjalandsliđiđ, ţeir Eggert Sigmundsson og Ţórđur Guđjónsson. Í útlandinu var drengjalandsliđiđ ađ gera ţađ gott og engir betur en liđsmenn KA og Ţórs ţví Ţórđur Guđjónsson og Guđmundur Benediktsson rađa inn mörkum á Norđurlandamóti í London!

KA liđiđ svarađi hinsvegar vel fyrir sig í nćsta leik ţar sem liđiđ hreinlega malađi KR-inga á malarvellinum á KA-svćđinu. KR-ingar byrjuđu leikinn ţó vel ţegar Pétur Pétursson skorađi beint úr aukaspyrnu á upphafsmínútunum. En ađeins mínútu síđar sendi Ormarr Örlygsson fyrir mark KR og Bjarni Jónsson jafnađi, 1-1. KA komst síđan yfir ţegar Ţorvaldur Örlygsson skorađi af miklu harđfylgi, 2-1.


KA hreinlega malađi liđ KR á malarvelli sínum

KA-menn voru betri ađilinn í leiknum og tryggđu sér sigurinn međ tveimur mörkum á síđustu 12 mínútunum. Fyrst skorađi Gauti Laxdal međ föstu skoti eftir fyrirgjöf frá Antony Karli Gregory og síđan átti Jón Grétar Jónsson lokaorđiđ eftir undirbúning Stefáns Ólafssonar. Lokatölur ţví 4-1 sigur KA. Ormarr Örlygsson kom heim frá Vestur-Ţýskalandi gagngert til ađ spila leikinn og hélt svo utan strax ađ leik loknum ţar sem hann stundađi nám.


KA liđiđ náđi sér ekki á strik á Akranesi og ţurfti ađ sćtta sig viđ 2-0 tap

KA mátti ţó ţola fyrsta tap sumarsins í nćstu umferđ og átti í raun litla möguleika á Akranesi. Skagamönnum tókst ţó ekki ađ skora fyrr en skömmu fyrir leikslok og var ţađ helst vegna góđrar markvörslu Hauks Bragasonar í marki KA. En varamađurinn Haraldur Hinriksson náđi ađ skora eftir hornspyrnu og nafni hans Ingólfsson tryggđi síđan sigur heimamanna ţegar hann sendi boltann í KA markiđ, beint úr aukaspyrnu af vítateigshorni, 2-0.

Heldur tók ađ síga á ógćfuhliđina hjá dömunum í 1. deild, međal annars tap gegn Val, jafntefli viđ Ţór og 2-3 tap gegn Ţór einnig í Bikarkeppninni. Í Akureyrarmóti meistaraflokks karla unnu okkar strákar Ţór 4-2 međ mörkum Jóns Grétars 2, Erlings og Anthony Karls.

Ţćr gleđifregnir bárust KA-liđinu ađ Ormarr Örlygsson kom fyrr heim frá Vestur-Ţýskalandi og gat ţví leikiđ alfariđ međ KA liđinu ţađ sem eftir lifđi sumars. KA tók nćst á móti Víkingum sem tóku forystuna strax í byrjun. Haukur í marki KA varđi vel frá Atla Einarssyni en Goran Micic fylgdi á eftir og kom gestunum í 0-1. Anthony Karl Gregory jafnađi metin í síđari hálfleik međ skalla eftir fyrirgjöf Ormarrs. Víkingar svöruđu hinsvegar strax í kjölfariđ áđur en Anthony Karl gerđi sitt annađ skallamark.


Ekki tókst KA liđinu ađ sýna sitt rétta andlit á Fylkisvellinum

Gauti Laxdal kom KA yfir í 3-2 ţegar hann fylgdi á eftir stangarskoti frá Anthony Karl en ţađ dugđi ekki ţví Víkingum tókst ađ jafna í 3-3 sem urđu lokatölur. Gestirnir stálheppnir en ţeir nýttu nćr öll sín fćri í leiknum. Í nćsta leik ţurfti KA liđiđ ađ sćtta sig viđ 1-0 tap á Fylkisvelli og var liđiđ ţví komiđ 7 stigum á eftir Valsmönnum á toppi deildarinnar.

Hafi gengiđ illa hjá piltunum ţá var róđurinn enn ţyngri hjá dömunum ţví ţćr töpuđu illa tveim leikjum í röđ 1-4 fyrir KR og 0-3 fyrir Val. En upp styttir um síđir og 7-1 sigur á Stjörnunni rétti markatöluna fullkomlega viđ en viđureignin var engu ađ síđur í bikarnum, 16-liđa úrslit.

Annars rigndi mörkunum niđur á miđju sumri, 2. flokkur karla vann Tindastól 18-0!, 3. flokkur vann Val 6-1 en 2. flokkur lá svo í Reykjavík gegn Fram 9-0.

Í yngri flokkastarfinu nćst međal annars góđur árangur í 6. flokki ţegar liđiđ fer mikinn á Tommamótinu í Eyjum auk ţess sem liđiđ hafnar í ţriđja sćti í flokki A-liđa á Pollamóti KSÍ og Eimskipa. Ţar fćr markvörđur KA, Ţórir Sigmundsson, verđlaun sem besti markvörđur mótsins en Ţórir er jú litli bróđir Eggerts, sem kominn er í drengjalandsliđiđ í markinu! Ađalmarkaskorarar eru Jóhann Traustason og Arnar Gauti Finnsson, ţjálfari Jóhannes Bjarnason.


KA vann gríđarlega mikilvćgan sigur á Hlíđarenda

Ţađ var ţví ansi mikiđ undir hjá liđinu ţegar KA sótti Val heim í nćstu umferđ. Loksins kom ađ ţví ađ KA skorađi mark á útivelli og ţađ dugđi liđinu til 0-1 sigurs í leiknum mikilvćga. Rigning og rok settu sterkan svip á leikinn en KA-menn voru baráttuglađari og ţađ fćrđi ţeim stigin dýrmćtu. Sigurmarkiđ kom ţegar Gauti Laxdal tók aukaspyrnu og sendi knöttinn inn í vítateig Vals ţar sem Anthony Karl náđi honum og skorađi međ góđu skoti hjá sínum gömlu félögum.

Brćđurnir Ţorvaldur og Ormarr Örlygssynir sáu svo um ađ tryggja KA öll stigin gegn Keflvíkingum á Akureyrarvelli. Ţorvaldur skorađi úr vítaspyrnu sem Jón Grétar Jónsson krćkti í, og síđan sendi hann boltann á Ormarr bróđur sinn sem skorađi međ fallegu skoti. Kjartan Einarsson náđi ađ minnka muninn í 2-1 međ góđu skoti frá vítateig en sigur KA var ekki í mikilli hćttu og lyfti liđiđ sér aftur upp í toppbaráttuna.

KA fór hinsvegar illa međ fjölmörg marktćkifćri í nćsta leik er FH-ingar mćttu norđur. FH náđi forystunni, ţvert á gang leiksins, ţegar Pálmi Jónsson nýtti sér varnarmistök heimamanna eftir um hálftímaleik. Tíu mínútum síđar jafnađi KA er Jón Grétar Jónsson skaut í ţverslá og Anthony Karl Gregory fylgdi á eftir, kastađi sér fram og skallađi boltann í markiđ. Fleiri urđu mörkin ekki og svekkjandi jafntefli fyrir KA-liđiđ.

Aftur vann KA ţó góđan útisigur á toppliđi deildarinnar eftir líflegan leik gegn Fram á Laugardalsvelli. Framarar sóttu meira en KA-menn vörđust vel og beittu skćđum skyndisóknum og var sigur KA-liđsins fyllilega sanngjarn ţegar upp var stađiđ. Ţađ var einmitt úr skyndisókn sem eina mark fyrri hálfleiks kom en Bjarni Jónsson sendi boltann innfyrir Framvörnina og Ţorvaldur Örlygsson skorađi, 0-1.


KA vann sanngjarnan og góđan 1-3 sigur á Laugardalsvelli

Framarar voru nokkrum sinnum nálćgt ţví ađ jafna, en KA gerđi hinsvegar útum leikinn međ tveimur mörkum á fimm mínútna kafla snemma í síđari hálfleik. Fyrst skorađi Bjarni Jónsson eftir hornspyrnu frá Gauta Laxdal og síđan krćkti Ormarr Örlygsson í vítaspyrnu sem Ţorvaldur bróđir hans skorađi úr. Ragnar Margeirsson lagađi stöđuna fyrir Fram en nćr komust ţeir ekki og lauk leiknum međ 1-3 sigri KA.

KA missti af gullnu tćkifćri til ađ taka forystuna í deildinni er liđiđ missti sigurinn frá sér gegn nágrönnum sínum í Ţór. Sigur KA blasti viđ, Jón Kristjánsson skorađi međ skalla í upphafi síđari hálfleiks eftir fyrirgjöf Ormarrs Örlygssonar og ţannig stóđu leikar uns ein mínúta var til leiksloka. Ţá fengu Ţórsarar vítaspyrnu sem Júlíus Tryggvason skorađi úr og lokatölur ţví 1-1.


KA tókst ekki ađ nýta vítaspyrnu í markalausu jafntefli á KR-vellinum

KR og KA léku nćst viđ erfiđar ađstćđur í Vesturbćnum í roki og á ţungum velli. Liđin fengu talsvert af marktćkifćrum, KA ţađ besta ţegar dćmd var vítaspyrna eftir ađ Ţorfinnur Hjaltason, markvörđur KR, felldi Bjarna Jónsson tveimur mínútum fyrir leikhlé. Ţorvaldur Örlygsson tók spyrnuna og skorađi, en ţurfti ađ taka hana aftur og ţá varđi Ţorfinnur frá honum.

KA-menn skipuđu sér aftur í hóp toppliđanna međ ţví ađ leggja Skagamenn á Akureyrarvellinum. Sigurmarkiđ lét ekki bíđa eftir sér, Anthony Karl Gregory skorađi ţađ á upphafsmínútum leiksins eftir fallega sendingu frá Gauta Laxdal innfyrir vörn ÍA. KA var betri ađilinn allan tímann og var nćr ţví ađ bćta viđ mörkum en Skagamenn ađ jafna.

Hinn 30. ágúst gerist ţađ í fyrsta sinn í sögu KA ađ liđiđ nćr fyrsta sćti í 1. deild er liđiđ gjörsigrar Víking 5-1 í Reykjavík. Úrslitin réđust á níu mínútna kafla í fyrri hálfleik, fyrst skorađi Erlingur Kristjánsson eftir slćm mistök Guđmundar Hreiđarssonar markvarđar Víkings og síđan ţeir Ţorvaldur Örlygsson og Bjarni Jónsson međ glćsilegum skotum. Seint í leiknum minnkađi Björn Bjartmarz muninn í 1-3 en Árni Hermannsson og Jón Grétar Jónsson sáu til ţess ađ KA vann stćrsta sigurinn í deildinni ţetta sumariđ.

Stađan ađ loknum 15. umferđum var ţannig: KA á toppnum međ 27 stig, KR 26, FH 26, Fram 26, ÍA 23, Valur 21, Víkingur 17, Ţór 15, Fylkir 13 og loks ÍBK 11 stig.

Í kjölfariđ fylgdi baráttusigur gegn Fylki 2-1 ţar sem Anthony skorađi bćđi mörk KA. Raddir um ađ Ţorvaldur hverfi til Englands, nánar tiltekiđ Nottingham Forest, gerast ć hávćrari en Ţorvaldur hefur veriđ yfirburđamađur Íslandsmótsins. Međ ţessum góđa sigri heldur KA forystu í 1. deild međ 30 stig, ţétt á hćla KA koma FH og Fram međ 29 stig hvort liđ.


KA tókst ekki ađ halda toppsćti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn Val á Akureyrarvelli í nćstsíđasta leik sumarsins

Um 2.000 manns mćttu á völlinn til ţess ađ sjá viđureign KA og Vals, nćst síđasta leik KA í 1. deildinni en ţađ er jú ekki á hverjum degi sem tćplega 2.000 manns mćta á Akureyrarvöll. Leikurinn olli vonbrigđum, okkar menn voru međ taugarnar ţandar og var lag Bjarna Hafţórs Helgasonar, sungiđ af KA-manninum Karli Örvarssyni, ekki til ađ minnka taugaveiklun drengjanna. Valur komst yfir međ snilldarmarki „Ţórsarans“ Halldórs Áskelssonar á 30. mínútu viđ gífurlega vonbrigđi heimamanna. Menn kćttust ţeim mun betur er hetja KA-manna, Ţorvaldur Örlygsson, jafnađi á 43. mínútu. En ţar viđ sat og KA stigi á eftir FH međ 31 stig fyrir síđustu umferđina og skyldi nú leikiđ í Keflavík.

Ţađ ríkti mikil spenna fyrir síđustu umferđina, FH stóđ langbest ađ vígi međ 32 stig og heimaleik gegn Fylki, KA átti erfitt verkefni fyrir höndum, útileik gegn ÍBK. Međ marki Arnars Viđars ţegar á 10. mínútu setti KA gríđarlega pressu á liđ FH, sem lék einn sinn slakasta leik á sumrinu gegn Fylki. En úrslit lágu ţó engan veginn fyrir ţví liđ ÍBK beit duglega frá sér og átti KA mjög í vök ađ verjast lang tímum saman. Mark Jóns Kristjánssonar seint í leiknum slökktu ţó alla neista Keflavíkurliđsins sem játađi sig sigrađa 0-2 á eigin heimavelli. FH steig á sama tíma hrunadans og mátti sín ekki gegn fersku liđi Fylkis og tapađi heima 1-3! Ţar međ lá ljóst fyrir ađ liđ KA frá Akureyri var Íslandsmeistari í fyrsta sinniđ í knattspyrnu karla!

Sú stund sem beiđ piltanna er til Akureyrar kom verđur seint lýst međ orđum, áćtlađ er ađ um 1.000 manns hafi tekiđ á móti hetjunum á Akureyrarflugvelli, voru ţar flutt ávörp leikinna og lćrđra, embćttismanna sem óbreyttra og mátti sjá tár á hvörmum í liđi beggja ađila, leikmanna sem ađdáenda. Sú stund sem fólk átti međ drengjunum sínum var svo ósvikin og yndisleg ađ seint líđur úr minni og tók margan manninn langa stund ađ átta sig á ţeim raunveruleika er viđ blasti, Íslandsmeistaratitill á Akureyri! Síđar um kvöldiđ bauđ ađalstjórn međ formanninn, Sigmund Ţórisson, í fararbroddi til gleđi í KA-heimilinu og skemmti fólk sér ţar til morguns, heimiliđ sóttu fleiri hundruđ ţá nóttina.

Íslandsmeistaraliđ KA 1989
Íslandsmeistarar KA 1989. Fremri röđ frá vinstri: Árni Ţór Freysteinsson, Gauti Laxdal, Jónas Ţór Guđmundson, Erlingur Kristjánsson, Haukur Bragason, Ćgir Dagsson, Stefán S. Ólafsson og Ţorvaldur Örlygsson. Aftari röđ frá vinstri: Guđjón Ţórđarson ţjálfari, Árni Hermannsson, Halldór Halldórsson, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Kristinsson, Jón Kristjánsson, Örn Viđar Arnarson, Anthony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Ómar Torfason sjúkraţjálfari og Stefán Gunnlaugsson formađur knattspyrnudeildar. Á myndina vantar ţá Ormarr Örlygsson, Arnar Frey Jónsson og Arnar Bjarnason.

Jón Kristjánsson vann ţađ afrek ađ fagna Íslandsmeistaratitli í hvoru tveggja knattspyrnu sem handknattleik (Íslandsmeistari međ Val í handknattleik) og má til gamans geta, ađ ţetta afrek vann svo stóri bróđir Jóns, Erlingur okkar Kristjánsson, 8 árum síđar er KA varđ Íslandsmeistari í handknattleik í fyrsta sinni!


Stćrsta stundin. Erlingur fyrirliđi meistaraflokks KA hampar Íslandsmeistarabikarnum 1989 á Akureyrarflugvelli

Á lokahófi KSÍ um haustiđ var Ţorvaldur Örlygsson kosinn „besti leikmađur“ Íslandsmótsins, kom ţađ val fćstum á óvart enda sumariđ hans – og hans biđu spennandi verkefni í Englandi. Stigahćstur var hann einnig í einkunnargjöf Morgunblađsins pilturinn sá. Efnilegust kvenna á lokahófi KSÍ var kosin Arndís Ólafsdóttir úr KA en skömmu síđar fundađi stjórn knattspyrnudeildar og íhugađi ađ leggja niđur kvennaknattspyrnu innan vébanda félagsins.


Hér má sjá myndband frá lokahófi KSÍ ţar sem Ţorvaldur og Arndís taka viđ viđurkenningum sínum og eru bćđi tekin í viđtal.


Ţrír góđir saman á sigurstundu haustiđ 1989. Íslandsmeistaratitillinn í meistaraflokki í knattspyrnu í höfn. Mikil gleđi á uppskeruhátíđ. Frá vinstri: Stefán Gunnlaugsson, Ragnar "Gógó" Sigtryggsson fyrsti landsliđsmađur KA í knattspyrnu og Guđjón Ţórđarson ţjálfari meistaraflokks.

Deildarstađa og tölfrćđi 1989
Myndbönd frá sumrinu 1989

Keppnistímabiliđ 1988 << Framhald >> Keppnistímabiliđ 1990

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is