KA selur Bjarna Mark til IK Brage

Fótbolti
KA selur Bjarna Mark til IK Brage
Bjarni var frábær í sumar (mynd: Þórir Tryggva)

Bjarni Mark Antonsson er genginn til liðs við sænska liðið IK Brage sem kaupir hann frá KA. Bjarni sem gekk aftur til liðs við KA fyrir síðasta tímabil og lék hreint út sagt stórkostlega með liðinu í Pepsi deildinni og var meðal annars valinn leikmaður ársins af Schiöthurum stuðningsmannasveit KA.

Heimasíðan heyrði í Hjörvari Maronssyni formanni knattspyrnudeildar KA. „Ég er afskaplega ánægður fyrir hönd Bjarna og þess frábæra starfs sem unnið er hér í KA til að efla leikmenn okkar til þátttöku á sem hæsta styrk, innanlands sem og erlendis. Auðvitað bærast í mér blendar tilfinningar því ég hefði svo sannarlega viljað hafa Bjarna áfram hjá KA því hann er góður leikmaður og styrkir hóp okkar mjög mikið. Á sama tíma gleðst ég gleðst ég yfir því leikmaður frá KA fari í atvinnumennsku, beint frá KA. Það er eitt af hlutverkum félagsins að stuðla að þvi að draumar leikmanna ræstist hverjir sem þeir svo eru".

Við óskum Bjarna alls hins besta og þökkum honum fyrir hans framlag til KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is