Ingimar Stöle framlengir út 2025!

Fótbolti
Ingimar Stöle framlengir út 2025!
Frábærar fréttir!

Ingimar Torbjörnsson Stöle hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta frábærar fréttir en Ingimar sem er 19 ára gamall sló í gegn á síðustu leiktíð og var valinn efnilegasti leikmaður KA liðsins.

Ingimar gekk í raðir KA í janúar mánuði á nýliðnu ári en hann kom frá Viking Stavanger í Noregi en Ingimar hafði búið í Noregi alla sína tíð fyrir komuna norður. Á sinni fyrstu leiktíð með KA lék hann alls 23 leiki, þar á meðal þrjá í Evrópu. Hann vann sér fast sæti í liðinu er leið á tímabilið og vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína.


Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA og Ingimar með verðlaun sín sem efnilegasti leikmaður KA á lokahófi knattspyrnudeildar í haust

Það eru afar jákvæðar fréttir að við höldum Ingimar áfram innan okkar raða en undanfarin ár hefur Ingimar verið viðloðandi yngrilandslið Íslands og ljóst að það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með framgöngu hans á næstu árum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is