Jafnt í toppslagnum að Hlíðarenda

Fótbolti

Aðra umferðina í röð var toppslagur hjá Þór/KA í Pepsi deildinni þegar þær sóttu Valskonur heim að Hlíðarenda. Stelpurnar voru á toppnum fyrir leik en Valsliðið var aðeins stigi á eftir og því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið.

Valur 0 - 0 Þór/KA

Leikurinn bar þess merki að mikið var undir og tóku liðin litla áhættu. Heimastúlkur fengu voru meira með boltann og ógnuðu meira en okkar lið er þekkt fyrir frábæra varnarvinnu og þá var Johanna Henriksson öflug í markinu.

Á endanum fór það svo að hvorugt liðið kom sér á blað og lokatölur því 0-0. Gott stig í hús gegn öflugu liði Vals sem hafði unnið alla leiki sína í deildinni frá 2. umferð. Stelpurnar eru því ennþá á toppi deildarinnar en Breiðablik getur skotist á toppinn með sigri í sínum leik.

Hvort að leikurinn hafi valdið vonbrigðum hvað skemmtanagildi varð skal ósagt látið en það er gríðarlega jákvætt hvað stelpurnar eru ávallt vel stemmdar í stóru leikina. Næsti leikur er einmitt einnig ákaflega krefjandi en hann er gegn Stjörnunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is