Mikael Breki stóð fyrir sínu með U17

Fótbolti

Mikael Breki Þórðarson stóð sig virkilega vel með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppti í undankeppni EM. Strákarnir unnu góðan sigur á Armeníu, gerðu jafntefli við Írland en töpuðu gegn Sviss.

Íslenska liðið endaði í 3. sæti riðilsins en fer áfram í næstu umferð þar sem strákarnir voru með bestan árangur liða í 3. sæti í öllum forkeppnunum.

Mikael byrjaði alla leikina á miðjunni þar sem hann spilaði sem djúpur miðjumaður. Að eigin sögn var hann ánægðastur með vinnusemina og talandann hjá sjálfum sér. Við óskum Mikka til hamingju með þessa þrjá landsleiki sem vonandi tryggir honum farmiða í næstu umferð.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is