14.11.2008
Strákarnir eru núna á helgaræfingu með kvöldvöku og gistingu í KA heimilinu. Okkur hafa nú borist myndir frá vídeófundi
frá því í kvöld.
Smelltu hér til að skoða myndirnar
13.11.2008
Annað kvöld, föstudagskvöld verður mikið um að vera hjá strákunum í 6. flokki handboltans, en á dagskrá verður handbolti,
matur, kvöldvaka, gisting, kennsla og meiri handbolti. Fjörið stendur frá klukkan 20:15 á föstudag og fram til klukkan 11:30 á laugardag.
Strákarnir eiga að mæta klukkan 20:15 í KA Heimilinu og þurfa að hafa með sér 500 krónur upp í
kostnað. Dagskráin fer hér á eftir:
10.11.2008
Meistaraflokkur kvenna fór suður um helgina til að spila sína fyrstu leiki í 2. deild. Það var ljóst að einhver forföll væru í
hópnum. Nokkrar af þeim eldri komust ekki með suður þessa helgina, meðal annars var Lilja Þórisdóttir í rannsóknarferð í
Svíþjóð. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar unnu báða leikina og eru því með fullt
hús stiga í deildinni auk þess að vera komnar í 8 liða úrslit bikarkepninnar. Hér fylgir pistill um leiki helgarinnar.
09.11.2008
Öll þrjú lið 4. flokks karla í handbolta léku um helgina í KA-Heimilinu en þetta voru fyrstu leikir KA í vetur á
Íslandsmótinu. Segja má að veturinn fari mjög vel af stað hjá strákunum en öll liðin unnu sína leiki eftir mikla spennu og hörku
leiki.
34 strákar spiluðu fyrir KA liðin þrjú um helgina og vantaði samt tvo við þann hóp sem gátu ekki verið með.
04.11.2008
Kvennalið KA/Þórs heldur suður yfir heiðar um næstu helgi og leikur tvo leiki í 2. deild Íslandsmótsins. Fyrri leikurinn er í Víkinni
þar sem leikið verður gegn heimamönnum Víkingum á laugardaginn kl. 17:00. Á sunnudaginn verður leikið við Fjölni og hefst sá leikur kl.
11:00 í íþróttamiðstöðinni Grafarvogi.
Allir stuðningsmenn liðsins á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og styðja stelpurnar.
04.11.2008
Um síðustu helgi átti að fara fram fyrsti leikur kvennaliðs KA/Þórs í 2. deild Íslandsmótsins í handbolta. Eins og við
höfum greint frá sáu andstæðingarnir FH sér ekki fært að koma þannig að í staðinn var slegið upp æfingaleik gegn
Völsungi sem einnig sendir lið í sömu deild.
Þórir Tryggvason var mættur með myndavélina og hér er hægt að skoða myndasyrpu frá æfingaleiknum.