01.12.2008
Nú um liðna helgi tók 5. flokkur kvenna þátt í sínu fyrsta móti vetur.
Haldið var sem leið lá til Hafnarfjarðar þar sem keppt var á Hafnarfjarðarmóti Hauka og Actavis. Leikstaður KA-stelpna var Ásvellir og gist var
í næsta nágrenni í Hvaleyrarskóla. Þetta var annað mótið á Íslandsmótinu en þjálfarar höfðu
áður tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í fyrsta móti vetrarins sem fram fór í Vestmannaeyjum um miðjan
október.
27.11.2008
KA og Þór áttust við í hörkuleik í gær í 4. flokki karla. Leikurinn, sem fór
fram í KA-Heimilinu, var æsispennandi og jafnræði lengst af í leiknum. Þór leiddi 13-15 í hálfleik og var fjórum mörkum yfir
þegar skammt var til leiksloka. KA menn sýndu hins vegar mikinn karakter og héldu áfram og náðu í stig í leiknum. Þrátt fyrir
það verður að segjast að KA liðið á að geta spilað betur og náð sigri en þeir réðu ekki við mjög öflugan
leikmann Þórs í leiknum.
25.11.2008
Stelpurnar áttu þrjá leiki, einn á laugardag og tvo á sunnudag.
Á laugardeginum var spilað við Fylki. Leikurinn var í járnum framan af og skiptust liðin á að skora. Varnarlega voru stelpurnar langt frá
sínu besta og skoraði Fylkir allt of mörg auðveld mörk. Sóknin aftur á móti gekk ágætlega framan af, þrátt fyrir að Fylkir
væri að spila mjög grimma framliggjandi vörn.
25.11.2008
Á morgun, miðvikudag klukkan 17:15, fer fram stórleikur í KA-Heimilinu en þá mætast KA og Þór í
4. flokki karla í handbolta. Ljóst er að um hörkuleik er að ræða og er fólk eindregið hvatt til að leggja leið sína í
KA-Heimilið og sjá alvöru Akureyrarslag.
Áfram KA!
24.11.2008
Alls voru 12 ungmenni valinn í yngri landslið HSÍ í dag bæði í karla og kvennaflokki. Landsliðin spanna allt frá u-15 ára og upp í
u-19 ára. Þetta er glæsilegur árangur hjá þessu handboltafólki en þeir sem fara á landsliðsæfingarnar eru eftifarandi:
23.11.2008
/*
B-2 mætti Víkingi fyrr í dag í leik á Íslandsmótinu í 4. flokk. Strákarnir áttu fínan dag
og unnu öruggan sigur 23-14 eftir að hafa leitt 12-7 í hálfleik. Liðið sýndi oft flotta takta í dag en strákarnir eru nú búnir að
leika fjóra leiki í deildinni og vinna þá alla.
22.11.2008
Á morgun sunnudag leikur eitt liða 4. flokks karla, B-2, við Víking. Leikurinn fer fram klukkan 10:00 í KA-Heimilinu og er fólk eindregið hvatt til að
mæta á leikinn.
Á miðvikudaginn næsta verður svo stórleikur í 4. flokk þegar Þór kemur í heimsókn og spilar við A-lið KA. Sá leikur
er klukkan 17:15 á miðvikudeginum.
20.11.2008
Athugið að laugardagsæfingin fellur niður um þessa helgi en í staðinn verður æfing á sunnudaginn klukkan 12:30.
Sú æfing verður 1,5 klukkustund þannig að við æfum frá klukkan 12:30 - 14:00.
Kveðja
Jóhannes Bjarnason
17.11.2008
Stelpurnar í 4. flokk kvenna fóru suður um liðna helgi. Fyrir lágu fjórir leikir, tveir hjá A liði og tveir hjá B liði.
A-liðið spilaði gegn Víking á laugardegi og Stjörnunni á sunnudegi. Helsti höfuðverkur þessara stúlkna hingað til er hversu litla
trú þær hafa á sjálfum sér. Við minnsta mótlæti hafa þær brotnað og kastað frá sér sigrum í leikjum
sem þær ættu að vinna.
17.11.2008
Öll þrjú lið 4. flokks fóru suður um helgina og léku allt í allt sjö leiki. Liðunum gekk misjafnlega en það voru bæði
B-liðin sem báru af um helgina en leikmenn þeirra liða mættu virkilega klárir í þessa helgi, lögðu sig alla fram og höfðu gaman af
því að spila. 5 leikir unnust af 7 að þessu sinni.