Fréttir

Kynningarkvöld KA og KA/Þórs

Handboltinn er farinn að rúlla af stað og er heldur betur spennandi vetur framundan hjá bæði KA og KA/Þór. Liðin verða með sameiginlegt kynningarkvöld þriðjudaginn 21. september klukkan 20:30 á Centrum Kitchen&Bar í Göngugötunni.

Stórleikur í fyrstu umferð! KA/Þór - ÍBV

Handboltaveislan er að hefjast! Íslandsmeistarar KA/Þórs taka á móti ÍBV klukkan 14:00 á laugardaginn í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna. Stelpurnar tryggðu sér sæti í bikarúrslitahelginni á dögunum með frábærri frammistöðu gegn Stjörnunni en nú er komið að deildinni

KA vann sannfærandi sigur í Kórnum

KA sótti nýliða HK heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handboltanum í gær. KA liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en ætlar sér á sama tíma stóra hluti á tímabilinu og var því töluverð eftirvænting fyrir leiknum

Ekki missa af golfmóti handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA stendur fyrir stórglæsilegu styrktarmóti í golfi á Jaðarsvelli á laugardaginn og eru enn nokkur pláss eftir. Keppt verður eftir texas scramble fyrirkomulagi, tveir og tveir saman í liði og má reikna með ansi skemmtilegri keppni og verða allar 18 holurnar spilaðar

KA sækir HK heim kl. 18:00

Handboltinn er kominn af stað og í dag sækir KA lið HK heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla klukkan 18:00 í Kórnum. Það er heldur betur spennandi vetur framundan og strákarnir eru staðráðnir í að byrja af krafti

KA/Þór fer í bikarúrslitahelgina

KA/Þór sótti Stjörnuna heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld en liðin börðust hart á síðustu leiktíð og mátti búast við ansi erfiðum leik. KA/Þór gerði sér hinsvegar lítið fyrir og vann sannfærandi sigur 23-28 og tryggði sér sæti í bikarúrslitahelginni

Barist um sæti í bikarúrslitahelginni

Handboltinn fer af stað í dag og það með bombu þegar KA sækir Stjörnuna heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Raunar er þetta bikarkeppnin frá síðustu leiktíð en vegna Covid var restinni af bikarkeppninni frestað til haustsins

Davíð Svansson til liðs við KA

Davíð Hlíðdal Svansson er genginn til liðs við KA en þessi öflugi og reyndi markvörður verður liðinu til taks í vetur. Davíð þekkir handboltann út og inn en hann hefur leikið með Aftureldingu, Fram og nú síðast HK auk þess sem hann lék með Nøtterøy í Noregi

Handboltaleikjaskólinn hefst um helgina

Handknattleiksdeild KA býður upp á þrælskemmtilegan handboltaleikjaskóla í vetur fyrir hressa krakka fædd árin 2016-2018. Skólinn sló í gegn á síðasta vetri og klárt mál að þetta skemmtilega framtak er komið til að vera

Veislan hefst á sunnudaginn!

Handboltinn byrjar að rúlla á sunnudaginn þegar KA/Þór tekur á móti Fram í leik Meistara Meistaranna kl. 14:15. Liðin mættust eins og frægt er orðið á síðasta tímabili þegar stelpurnar okkar tryggðu sér sinn fyrsta titil í sögunni