Fréttir

Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á Akureyri

Hér er yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltamála á Akureyri

15 ár frá síðari Íslandsmeistaratitli KA í handbolta

Í dag, 10. maí, eru liðin 15 ár frá síðari Íslandsmeistaratitli KA í handknattleik sem vannst árið 2002. KA mætti liði Vals í úrslitaeinvíginu en Valsarar unnu fyrstu tvær viðureignir liðanna og voru því komnir í kjörstöðu til að landa titlinum

3. flokkur kvenna í úrslit á Íslandsmóti

3. flokkur kvenna bar í gær sigurorð af Fylki í undanúrslitum á Íslandsmótinu í leik sem fór fram í KA-heimilinu. Leikurinn fór 24-20 fyrir KA/Þór.

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna eldra ár - myndir

KA/Þór með bakið uppvið vegg

KA/Þór mætti Selfoss í annað sinn í umspili liðanna um laust sæti í úrvalsdeild í gær. Leiknum lyktaði með 24-20 sigri gestanna og eru þær því komnar í 2-0 í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sætið eftirsótta.

4. flokkur karla í úrslit á Íslandsmóti

4. flokkur karla í handbolta tryggði sér sæti í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn með sex marka sigri á HK á sunnudaginn í KA-heimilinu

KA/Þór - Selfoss á morgun, miðvikudag. Allt undir

Á morgun, miðvikudag mætast KA/Þór og Selfoss öðru sinni í umspili sínu um sæti í efstu deild kvenna að ári. Leikurinn er kl. 18:00 í KA-heimilinu. Frítt er á völlinn í boði Mílu

Undanúrslitaleikur á sunnudaginn hjá 4. flokki

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki leika til undanúrslita á Íslandsmótinu í KA-Heimilinu á morgun, sunnudag, þegar lið HK mætir norður. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana til sigurs enda leikurinn upp á líf og dauða, sjáumst í KA-Heimilinu, áfram KA!

KA/Þór mætir FH í oddaleik á morgun, miðvikudag

Á morgun, miðvikudag, mætir KA/Þór liði FH í oddaleik í seríu þeirra um laust sæti í Olís-deild kvenna á næsta ári. KA/Þór vann sinn heimaleik hér á sumardaginn fyrsta en tapaði í Kaplakrika á sunnudaginn. Það verður því hart barist í KA-heimilinu á miðvikudag kl. 18:00 og hvetjum við alla til þess að koma á völlinn - það er frítt inn!!

KA/Þór tekur á móti FH í umspilinu

KA/Þór tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna kl. 16:00 á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta.