Fréttir

Margrét og Ólöf enduðu í 6. sæti á EM

U17 ára stúlknalandslið Íslands lauk þátttöku á EM í Makedóníu í dag þegar liðið lék um 5. sætið á mótinu. Leikurinn í dag tapaðist og endaði liðið því í 6. sætinu en tveir leikmenn KA/Þórs voru í liðinu en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Handboltaæfingar fram að vetrartöflu

Handboltavertíðin er að hefjast og munu yngri flokkar hjá KA og KA/Þór byrja að æfa þriðjudaginn 8. ágúst að undanskildum 7. og 8. flokk. Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á æfingunum hjá öðrum flokkum fram að 21. ágúst þegar skólarnir byrja en þá kemur inn ný vetrartafla

Dagur og félagar í U17 enduðu í 8. sæti

U17 ára landslið Íslands í handbolta lék í dag lokaleik sinn á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar þegar liðið mætti Ungverjum í leik um 7. sætið. Strákarnir byrjuðu leikinn ekki nægilega vel og Ungverjar leiddu 11-17 í hálfleik. Íslenska liðið kom sér inn í leikinn í þeim síðari en náði aldrei að jafna og Ungverjar unnu að lokum 24-29.

Ólöf og Margrét að fara á EM

U17 ára stúlknalandslið Íslands er að fara á EM í Makedóníu en fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn gegn Kósóvó. Í lokahópnum eru tvær stelpur úr KA/Þór en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Enn fer Dagur á kostum með U17

U17 landslið Íslands í handbolta er að leika á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Liðið tapaði gegn Slóvenum í opnunarleik sínum á mótinu. Í gær tapaði liðið eftir hörkuleik gegn Frökkum en í dag vann liðið stórsigur á Spánverjum

U19 kvenna endaði í 4. sæti á SO

U19 landslið kvenna í handbolta lék á Scandinavian Open á dögunum og endaði þar í 4. sæti eftir að hafa leikið gegn Svíum, Dönum og Norðmönnum.

Dagur Gautason fór á kostum með U17

U17 ára landslið Íslands í handbolta lék sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær þar sem liðið mætti Slóveníu. Eftir hörkuleik þar sem staðan var meðal annars jöfn 11-11 í hálfleik fóru Slóvenar með sigur af hólmi 27-26

Hulda Bryndís til liðs við KA/Þór

Kvennaliði KA/Þórs í handboltanum hefur borist mikill liðsstyrkur en Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir samning við liðið. Hulda er okkur vel kunnug enda er hún uppalin hjá félaginu og lék síðast með liðinu tímabilið 2015-2016

Andrius Stelmokas í heimsókn

KA goðsögnin Andrius Stelmokas er í heimsókn á Akureyri með fjölskyldu sinni en Stelmokas var algjör burðarstoð í liði KA á árunum 2000 til 2004. Með KA varð hann Deildarmeistari árið 2001, Íslandsmeistari árið 2002 og Bikarmeistari árið 2004. Svo má ekki gleyma sigrum á gamla góða Sjallamótinu!

Áframhaldandi samstarf í kvennahandboltanum

Áframhald verður á samstarfi KA og Þórs um sameiginlegt kvennalið í handboltanum undir nafninu KA/Þór. Búið er að gera samning við alla leikmenn liðsins fyrir utan að Erla Hleiður Tryggvadóttir leggur skóna á hilluna. Þá verða þeir Jónatan Magnússon og Þorvaldur Þorvaldsson áfram þjálfarar liðsins