12.09.2017
Æfingatafla vetrarins 2017-2018 er nú tilbúin og tekur gildi frá og með fimmtudeginum 14. september
11.09.2017
Þá er aðeins tæp vika í það að handboltinn fari af rúlla af stað hjá okkur. Handknattleikdeild KA hefur því boðað til kynningarkvölds á liðum KA og KA/Þór á miðvikudaginn í KA-heimilinu. Fjörið hefst kl. 20.00 og verður boðið upp á léttar veitingar.
10.09.2017
Elfar Halldórsson mun leika með KA í vetur en Elfar er einn af þeim örfáu leikmönnum sem spila með liðinu í dag sem léku einnig með meistaraflokki KA áður en liðið var sameinað í Akureyri árið 2006.
07.09.2017
Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir komandi handboltatímabil þar sem meðal annars var lögð fram spá um lokastöðu liðanna í vetur. Karlamegin var KA spáð efsta sætinu í Grill 66 deildinni og kvennaliði KA/Þórs var spáð 2. sætinu í Grill 66 deildinni
01.09.2017
Handboltaæfingarnar eru hafnar af miklum krafti og nú styttist í að vetrartaflan verði tilbúin. Hér birtum við æfingatöflu næstu viku (4. sept til 9. sept) og í kjölfarið getum við vonandi birt lokatöflu vetrarins.
01.09.2017
Jón Heiðar Sigurðsson mun leika í gulu treyjunni í vetur. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir liðið en Jón er fjölhæfur leikmaður sem leikur oftast á miðjunni en getur leyst af skyttustöðurnar.
28.08.2017
Bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þór léku æfingaleiki um helgina í handboltanum. Stelpurnar spiluðu við Val á Blönduósi og strákarnir fóru til Reykjavíkur og léku við Gróttu og Fram
25.08.2017
Handboltaæfingarnar eru hafnar af miklum krafti og nú styttist í að vetrartaflan verði tilbúin. Hér birtum við æfingatöflu næstu viku (28. ágúst til 2. sept) og í kjölfarið getum við vonandi birt lokatöflu vetrarins.
18.08.2017
Nú styttist í að handboltavertíðin fari af stað hjá KA og KA/Þór. Fyrstu æfingaleikir vetrarins fara fram um helgina, í KA-heimilinu.