16.01.2021
Það er svo sannarlega stórleikur framundan í Olísdeild kvenna í handboltanum í dag þegar KA/Þór sækir Hauka heim klukkan 16:00 á Ásvöllum. Síðustu leikir liðanna hafa verið spennuþrungnir og má heldur betur búast við áframhaldi á því í dag
15.01.2021
Heimsmeistaramótið í handbolta er í fullum gangi og um að gera að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Ef þú hefur áhuga á að koma á æfingu og prófa handbolta hjá okkur í KA og KA/Þór þá skaltu ekki hika við að láta sjá þig, þú munt ekki sjá eftir því
08.01.2021
Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handbolta gáfu í dag út æfingahópa fyrir komandi verkefni í sumar en um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna. Það má með sanni segja að okkar fulltrúar séu sýnilegir en alls voru 14 leikmenn valdir úr röðum KA og KA/Þórs
07.01.2021
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Stefnt er að því að hafa æfingu núna á sunnudaginn, 10. janúa í Íþróttahúsi Naustaskóla. Síðan er vonast eftir tilslökunum á samkomubanni þannig að foreldrar geti mætt með börnum sínum síðar í mánuðinum.
22.12.2020
Nú þegar jólahreingerningin er komin á fullt er handknattleiksdeild KA komin með gám við KA-Heimilið þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA
15.12.2020
Smelltu á fréttina til að sjá vinningshafa í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór
Nálgast má vinningana í KA-heimilinu frá klukkan 16:00 á miðvikudaginn 16.desember og fram að Þorláksmessu gegn framvísun vinningsmiðans.
11.12.2020
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19.
Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.
29.10.2020
Handknattleiksdeild KA er með gám á lóð KA þar sem hægt er að losa sig við tómar flöskuumbúðir og styrkja handboltastarfið hjá KA í leiðinni. Það er því um að gera að kíkja til okkar með flöskurnar og styðja starfið okkar í leiðinni!
24.10.2020
Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur
12.10.2020
Kvennalið KA/Þórs í handboltanum er farið af stað með sölu á KA og Þórs náttfötum fyrir krakka sem og náttbuxur fyrir alla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í þessum glæsilegu náttfötum/náttbuxum og styrkja í leiðinni okkar frábæra lið