Fréttir

Handboltaskólinn í fríi um helgina

Handboltaleikjaskóli KA fer í smá frí vegna Covid stöðunnar og verður því ekki tími á sunnudaginn. Handboltaleikjaskólinn er nýtt framtak hjá Handknattleikdeild KA sem gefur krökkum fædd árin 2015-2017 tækifæri á að hreyfa sig og fá smjörþefinn af því að æfa handbolta en skólinn fer iðulega fram kl. 10:00 í Naustaskóla á sunnudögum

KA sækir Stjörnuna heim kl. 19:30

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir Stjörnuna heim í TM-Höllina. KA-liðið hefur farið vel af stað og er með fjögur stig af sex mögulegum og er taplaust eftir fyrstu þrjá leiki sína

Styrktu KA/Þór og KA

Nú um mánaðarmótin mun koma inn valgreiðslukrafa til allra Akureyringa sem geta þá lagt handknattleiksliðunum KA og KA/Þór lið í sinni baráttu í Olísdeildunum. Greiddu kröfunua og styrktu handboltafólkið okkar til dáða!

Styrktu KA með áskrift að Stöð 2 Sport!

Nú er í gangi frábært tilboð þar sem þú færð áskrift að Stöð 2 Sport Ísland á sama tíma og þú styrkir handknattleiksdeild KA. Með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland færð þú aðgang að öllu íslensku efni á stöðinni og mánaðarverðið er aðeins 3.990 kr. á mánuði

Myndir frá háspennu jafntefli KA og Gróttu

KA tók á móti Gróttu í KA-Heimilinu í gær í 3. umferð Olís deildar karla í handbolta. Leikir beggja liða í upphafi tímabilsins hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi og það varð heldur betur raunin í gær. Liðin skiptust á að leiða og fengu þeir sem voru svo heppnir að ná miða á leikinn svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn

Uppselt á leik kvöldsins!

Miðasala á leik KA og Gróttu í Olís deild karla í handboltanum hófst klukkan 12:00 í dag og lauk átján mínútum síðar. Vegna Covid reglna getum við aðeins fengið 101 áhorfanda í KA-Heimilið og ljóst að mun færri komast að en vildu

KA/Þór sækir FH heim kl. 18:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í dag þegar KA/Þór sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 18:00. Stelpurnar töpuðu síðasta leik og eru staðráðnar í að koma sér beint aftur á beinu brautina með sigri gegn baráttuglöðu liði FH

KA - Grótta á morgun! 101 miði í boði

KA tekur á móti Gróttu í spennuleik í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 3. umferð Olís deildar karla. Strákarnir hafa byrjað veturinn vel og eru með þrjú stig af fjórum mögulegum og ætla sér að sækja önnur tvö með ykkar stuðning

Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Stjörnunnar

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í KA-Heimilinu í gær. Eftir flottan fyrri hálfleik þar sem KA/Þór leiddi 13-11 datt spilamennskan niður í þeim síðari og gestirnir gengu á lagið

Engir áhorfendur á KA/Þór - Stjarnan

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag. Liðunum er spáð álíku gengi í vetur og má búast við miklum baráttuleik í KA-Heimilinu klukkan 14:30