22.08.2020
Hasarinn í handboltanum er að fara á fullt og hefjast æfingar samkvæmt vetrartöflu mánudaginn 24. ágúst. Gríðarlegur kraftur hefur verið í starfi deildarinnar undanfarin ár og hefur KA heldur betur stimplað sig aftur inn sem eitt af bestu handboltafélögum landsins
03.08.2020
Rakel Sara Elvarsdóttir, Helga María Viðarsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir voru í eldlínunni í Færeyjum um helgina þar sem U16 og U18 ára landslið Íslands í handbolta léku æfingaleiki við Færeysku jafnaldra sína. Bæði lið léku tvívegis og en leikið var á laugardegi og sunnudegi
30.07.2020
Strandhandboltamótum og strandblaksmótum sem áttu að fara fram um helgina hefur verið aflýst vegna Covid-19 veirunnar. KA mun að sjálfsögðu fara áfram eftir tilmælum stjórnvalda og biðlum til ykkar allra að fara að öllu með gát. Kapp er best með forsjá, áfram KA
29.07.2020
Handboltavertíðin fer að hefjast á ný eftir smá sumarfrí og munu yngriflokkar KA og KA/Þórs hefja æfingar þriðjudaginn 4. ágúst næstkomandi. Athugið að eftirfarandi tafla gildir út næstu viku og verða örlitlar breytingar á æfingatímum milli vikna hjá sumum flokkum fram að skólabyrjun
17.07.2020
Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn síðustu tvö ár og er stefnan sett á enn stærra og flottara mót í ár
26.06.2020
KA og KA/Þór standa fyrir stórskemmtilegu handboltamóti á Akureyri um helgina fyrir 4. flokk karla og kvenna. Árlega fer iðulega mikill fjöldi ungra handboltamanna til Svíþjóðar á sumarmótið Partille Cup en það er því miður ekki í boði í sumar og brá handknattleiksdeildin því á það ráð að halda álíka sumarmót hér á Akureyri
25.06.2020
Rakel Sara Elvarsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir standa nú í ströngu með B-landsliði Íslands í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi 21 leikmann í B-landsliðið til æfinga þessa dagana og fá leikmenn þar frábært tækifæri á að sýna sig og sanna fyrir Arnari
14.06.2020
Strákarnir á yngra ári 5. flokks gerðu sér lítið fyrir og unnu efstu deild á sumarmóti HSÍ um helgina. Handknattleikssambandið hefur verið að halda sumarmót í júní fyrir yngriflokkana þar sem að þurfti að aflýsa tveimur síðustu mótunum á Íslandsmótinu vegna Covid-19
09.06.2020
Hildur Lilja Jónsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir hafa verið valdar í U-16 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar höfðu áður verið valdar á úrtaksæfingar og eru nú komnar í aðalhópinn eftir niðurskurð á úrtakshópnum
08.06.2020
Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir voru í dag valdar í U-18 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar hafa verið fastamenn í hópnum undanfarin ár en þetta landslið er gríðarlega öflugt og hefur gert mjög flotta hluti